Bergen Airport, Flesland

Skammstöfun flugvallar: BGO

Flesland flugvöllurinn er annar stærsti flugvöllurinn í Noregi. Flugvöllurinn var fullgerður árið 1955 með flugbraut sem er 2.999 metrar að lengd. Ný flugstöð var opnuð árið 1988 og nýr flugturn árið 1991.

Um 3,8 milljónir farþega fara um flugvöllinn árlega og flugfélögin eru um 16. Flogið er til ýmissa áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu.

Ákveðið hefur verið að verja um 461 milljón NOK í endurbætur á flugvellinum, meðal annars stækkun á millilandaflugstöðinni.

Flugvallarupplýsingar

Flugstöð 1
Umboðsaðili: SGS (SAS Ground Services)
Innritun: 2 klst. fyrir brottför. Innritun lokar 35 mínútum fyrir brottför fyrir farþega með innritaðan farangur.

Heimilisfang

Bergen Airport, Flesland
Avinor, Bergen Airport, Flesland, P.O.Box 34, Flesland, N-5869 Bergen

Setustofa

Engin betri stofa í boði að svo stöddu.