Icelandair Airplane at Airport Header

Logan International Airport

Skammstöfun flugvallar: BOS

http://www.massport.com/logan-airport

Logan International Airport, sem er í austurhluta Boston, er einn af 20 fjölförnustu flugvöllum í Bandaríkjunum. Um 22 milljón farþegar fara um flugvöllinn árlega og flugfélögin eru yfir 40. Flogið er til ýmissa áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Ameríku og Evrópu.

Flugvöllurinn, sem upphaflega var kallaður Boston-flugvöllur, var opnaður árið 1923 og var mest notaður af loftvarnarliði Massachusetts-fylkis og flugdeild Bandaríkjahers.

Flugvallarupplýsingar

Alþjóðleg flugstöð E
Umboðsaðili: Icelandair
Innritun: 4 klst. fyrir brottför. Lokar 1 klst. fyrir brottför.

Heimilisfang

Boston (BOS) - Logan flugvöllur
1 Harborside Drive, East Boston, MA 02128, USA

Samgöngur

Lest

Logan Express, Logan Shuttle, neðanjarðarlestarkerfi, lestir,

Rúta

Fjöldi áætlunarbíla þjónustar Logan-flugvöll

Bílaleiga

Sendibílaþjónusta, lúxusbifreiðar Öll bílaleigufyrirtæki á Boston Logan flugvellinum eru staðsett í nýrri þjónustumiðstöð fyrir bílaleigur. Hægt er að nýta sér þjónustu Bílaleigurútu flugstöðvarinnar sem fer frá öllum komusölum flugstöðvarinnar og fer með farþega í þjónustumiðstöð fyrir bílaleigur.

Leigubílar

Leigubílar og bátsferðir.

Setustofa

Air France setustofan. Athugið að lágmarksaldur er 21 árs, nema í fylgd með forráðamanni.