Icelandair Airplane at Airport Header

Copenhagen Airport, Kastrup

Skammstöfun flugvallar: CPH

http://www.cph.dk/

Kaupmannahafnar-flugvöllur er í bænum Kastrup sem er 8 km (5 mílur) suðaustur af miðborg Kaupmannahafnar. Flugvöllurinn er aðalflugvöllur Skandinavíu og er jafnframt aðaltengiflugvöllur Skandinavíu til áfangastaða víðs vegar um heim.

Völlinn nota um 50.000 farþegar á degi hverjum og árið 2004 fóru 19 milljón farþegar um hann.

Flugvallarupplýsingar

Flugstöð 3
Umboðsaðili: SGS (SAS Ground Services)
Innritun: Almenn innritun sem og bag drop innritun er opið frá 04:30 – 22:30 alla daga. Sjálfinnritunarvélar á flugvelli eru opnar fyrir viðskiptavini Icelandair. 

Heimilisfang

Copenhagen Airport, Kastrup
Kaupmannahöfn

Setustofa

SAS-setustofan sem er í flugstöð 3 er opin öllum farþegum Icelandair Saga Class og Saga Gold korthöfum. Opið frá 05:30 - 23:00. Aviator-setustofan er staðsett í flugstöð 2 og er opin öllum farþegum Icelandair Comfort Class og Saga Silver korthöfum.