Icelandair Airplane at Airport Header

Keflavík International Airport

Skammstöfun flugvallar: KEF

http://www.kefairport.is/

Á Keflavíkurflugvelli geta ferðamenn notið þess að versla þekkt vörumerki sem og íslenska hönnun án skatta og tolla. Keflavíkurflugvöllur býður upp á þann kost að hægt er að versla fríhafnarverslun fyrir komufarþega jafnt og ferðalanga á leið erlendis og því geta fríhafnarverslanir boðið upp á gott vöruúrval tóbaks, áfengis, snyrtivara og margra annarra vörutegunda. Vörutegundirnar í fríhafnarversluninni eru samkeppnishæfar þegar borið er saman við aðra evrópska flugvelli og verðin eru oft á tíðum um 50% lægri heldur en í almennum búðum í Reykjavík. Þegar farþegar ferðast á milli Evrópu og Ameríku og millilenda á Keflavíkurflugvelli býðst þeim því einstakt tækifæri á því að versla á fríhafnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Þegar persónulegar eigur tapast í flugi

Þegar persónulegar eigur tapast um borð í flugvélum á leið til landsins og eða í komu-, brottfararsal á Keflavíkurflugvelli, vinsamlegast hafið samband við:

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
Sími: 420 1808  (opið virka daga frá kl 08:30 til 12:30)
Tölvupóstfang: sli@logreglan.is 

Flugvallarupplýsingar

Terminal: 1
Innritun: 2,5 klst. fyrir brottför.
Vinsamlega athugið að innritun lokar 45 mínútur fyrir brottför.

Heimilisfang

Keflavík International Airport
Keflavik

Setustofa

Icelandair Saga Lounge er staðsett á efstu hæð Keflavíkurflugvallar á milli hliðs A og hliðs C. Frá 18. maí til 2. október er opið allan sólarhringinn, þess á milli er opnunartími 05:30 - 17:30.