Queens-terminal-londonLHR1.jpg

London Heathrow Airport

Skammstöfun flugvallar: LHR

http://www.heathrowairport.com

Heathrow-flugvöllur í London er fjölfarnasti flugvöllur á Bretlandseyjum og sá þriðji fjölfarnasti í heimi. Það er þó óþarfi að örvænta því öll þjónusta er við höndina. Skýr og skorinorð skilti vísa réttu leiðina í vegabréfsskoðun, að farangursbeltum og í tollskoðun og svo áfram að borgarsamgöngum, yfir í aðrar flugstöðvar og bílastæði.

Flugvallarupplýsingar

Flugstöð 2 (e. Terminal 2)
Umboðsaðili: GBS - London Heathrow
Innritun: 3 klst. fyrir brottför. Innritun lokar 45 mínútum fyrir brottför. 

4 sjálfinnritunarvélar eru staðsettar við flugstöð 2 og opnar fyrir viðskiptavini Icelandair. 

Heimilisfang

London Heathrow Airport
Heathrow Airport, 234 Bath Road, Hayes, Middlesex, UB3 5AP, United Kingdom

Setustofa

Aer Lingus Gold Circle Lounge í Terminal 2, zone A (opið frá 06:00 – 22:00) er á efri hæð, hægra megin eftir öryggisskoðun.