Icelandair Airplane at Airport Header

Milano Malpensa Airport

Skammstöfun flugvallar: MXP

http://www.milanomalpensa-airport.com/

Malpensa-flugvöllurinn í Mílanó er annar tveggja helstu alþjóðlegu flugvallanna á Ítalíu. Á flugvellinum er boðið upp á allskyns þjónustu, þar er m.a. pósthús, gjaldeyrisþjónusta, bankar, hraðbankar, læknisþjónusta, farsímaleiga, þráðlaus netþjónusta og viðskiptamiðstöð. Tvær flugstöðvar eru á Malpensa-flugvellinum, T1 fyrir áætlunarflug og T2 fyrir leiguflug og lágfargjaldaflugfélög.

Flugvallarupplýsingar

Flugstöð 1
Umboðsaðili: ATA Handling
Innritunartími: 3 klst. fyrir brottför. Innritun lokar 45 mín fyrir brottför fyrir farþega sem eru að ferðast með farangur og 35 mín fyrir brottför fyrir farþega sem eru með handfarangur.

Heimilisfang

Milano Malpensa Airport
Mílanó

Setustofa

Engin betri stofa í boði að svo stöddu.