Icelandair Airplane at Airport Header

Paris Charles de Gaulle Airport

Skammstöfun flugvallar: CDG

http://www.paris-cdg.com/transportation.html

Ferðamöguleikar frá Charles de Gaulle flugvellinum og inn í höfuðborgina eru ótalmargir, bæði með lest og bílum, en völlurinn er 23 kílómetra (14 mílur) norðaustur af París. Charles de Gaulle flugvöllurinn var einn af fyrstu flugvöllunum í Evrópu með samtengt lestarkerfi: Hin hraðskreiða TGV-lest RER er 45 mínútur inn í miðborg Parísar, 10 mínútur í Disney World og klukkutíma til Lille og Brussel. Einnig eru áætlunarferðir með RATP-rútum frá flugvellinum auk leigubíla og lúxusbifreiða. A1-hraðbrautin liggur til Parísar frá vellinum um Porte de la Chapelle.

Aðbúnaður og þjónusta fyrir ferðamenn er í fremstu röð en þrjár nútímalegar flugstöðvar eru á Charles de Gaulle flugvellinum sem einnig er þekktur undir nafninu Paris Roissy. Frábært úrval er af veitingastöðum, börum og verslunum, að auki er á flugvellinum stór gjaldeyrisbanki, skyndihjálparaðstaða og þjónusta fyrir gesti og þá sem þurfa á sérstakri þjónustu eða aðstoð að halda.

Flugvallarupplýsingar

Flugstöð 1, salur 2
Umboðsaðili: Alyzia
Innritunartími: 2,5 klst. fyrir brottför. Innritun lokar 45 mín fyrir brottför fyrir farþega sem eru að ferðast með farangur og 35 mín fyrir brottför fyrir farþega sem eru með handfarangur.

Heimilisfang

Paris Charles de Gaulle Airport
Charles de Gaulle Int. Airport

Setustofa

Salon Icare, terminal 1. Opið frá 06:30 - 23:30