Philadelphia.jpg

Philadelphia International Airport

Skammstöfun flugvallar: PHL

https://www.phl.org

Philadelphia International Airport, eini alþjóðaflugvöllurinn sem þjónar fimmta fjölmennasta þéttbýlissvæði í Bandaríkjunum, er stór flugvöllur þar sem rúmlega 31milljón flugfarþega fer um á hverju ári. Hátt á þriðja tug flug­félaga, þeirra á meðal öll stærstu bandarísku flugfélögin, bjóða daglega meira 500 brottfarir til um 130 áfangastaða um allan heim. Fíladelfíuflugvöllur er um 11 km frá miðborg Philadelphia, liggur vel við samgöngum til og frá borginni og hentar vel sem áfangastaður, hvort sem fólk er í einka- eða viðskiptaerindum.

Flugvallarupplýsingar

Flugstöð A
Umboðsaðili: Dnata
Innritun opnar 3.5 klst fyrir brottför

Heimilisfang

Philadelphia International Airport
Philadelphia International Airport Philadelphia, PA 19153

Setustofa

British Airways Galleries Club Lounge/First Lounge. Setustofan er staðsett við Concourse A eftir öryggisleitina.