Flug til Barcelona með Icelandair, verð frá

Flug til Barcelona á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
03. apr. 2024 - 05. apr. 2024
Frá
71.895 kr.*
Skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
08. apr. 2024 - 15. apr. 2024
Frá
75.395 kr.*
Skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
02. jún. 2024 - 08. jún. 2024
Frá
77.735 kr.*
Skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
14. maí 2024 - 17. maí 2024
Frá
79.505 kr.*
Skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
06. maí 2024 - 10. maí 2024
Frá
64.215 kr.*
Skoðað: 1 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
03. apr. 2024 - 08. apr. 2024
Frá
65.995 kr.*
Skoðað: 21 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
26. apr. 2024 - 03. maí 2024
Frá
65.980 kr.*
Skoðað: 11 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Barcelona (BCN)
26. apr. 2024 - 01. maí 2024
Frá
71.895 kr.*
Skoðað: 20 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Barcelona (BCN)
28. apr. 2024 - 03. maí 2024
Frá
89.830 kr.*
Skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Barcelona (BCN)
14. apr. 2024 - 18. apr. 2024
Frá
93.830 kr.*
Skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Barcelona (BCN)
14. apr. 2024 - 19. apr. 2024
Frá
97.830 kr.*
Skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Barcelona (BCN)
02. apr. 2024 - 08. apr. 2024
Frá
99.330 kr.*
Skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Barcelona með góðum fyrirvara

kr.
FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
07. okt. 2024 - 14. okt. 2024

Frá

53.245 kr.*

Skoðað: 2 dagar síðan

FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
30. sep. 2024 - 07. okt. 2024

Frá

54.715 kr.*

Skoðað: 4 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
19. okt. 2024 - 26. okt. 2024

Frá

53.245 kr.*

Skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
02. des. 2024 - 08. des. 2024

Frá

53.245 kr.*

Skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
30. jan. 2025 - 04. feb. 2025

Frá

53.245 kr.*

Skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
16. jan. 2025 - 19. jan. 2025

Frá

53.245 kr.*

Skoðað: 23 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
14. nóv. 2024 - 19. nóv. 2024

Frá

53.245 kr.*

Skoðað: 10 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
25. sep. 2024 - 30. sep. 2024

Frá

54.715 kr.*

Skoðað: 1 dagur síðan

FráAkureyri (AEY)TilBarcelona (BCN)Báðar leiðir
/
Economy
10. des. 2024 - 15. des. 2024

Frá

78.080 kr.*

Skoðað: 2 dagar síðan

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Barcelona

Kirkjan La Sagrada Familia í Barcelona

Aðdráttarafl Barcelona

Barcelona hittir þig samstundis í hjartastað og það er auðvelt að sjá hvers vegna: heiðblár himinn, fagrar strendur, ljúffeng paella, barir sem opnir eru langt frameftir, sérkennileg list og arkitektúr sem kætir og léttir lund.

Og svo verðum við að nefna aðalaðdráttarafl borgarinnar fyrir marga sem sækja hana heim: strandirnar. Þekktust er Barceloneta-ströndin, en Llevant og Sant Sebatià eru engu síðri fyrir ferðalanga í leit að sól og slökun.

Er Barcelona hinn fullkomni áfangastaður fyrir borgarferð? Láttu eftir þér að kíkja til Barcelona og smakka tapas-réttina og skoða byggingarlist Gaudís. Sjáðu hvernig listin, arkitektúrinn, náttúran og menningin tvinnast saman í þessari töfrandi stórborg.

Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferð til Barcelona.

Samgöngur í Barcelona

Barcelona og byggðin í kring um borgina búa yfir góðu samgöngukerfi. Hér eru neðan- og ofanjarðarlestar, strætisvagnar og sporvagnar.

Í flestum tilfellum er auðveldast að ferðast með neðanjarðarlestinni. Lestarnar stoppa við flesta áhugaverðustu staðina í borginni og þú getur líka farið með neðanjarðarlestakerfinu út á flugvöll.

Nóg er af hjólreiðastígum í borginni og einnig er auðvelt að leigja hjól.

Auðvelt er að verða sér úti um leigubíl í borginni. Þau sem hafa í hyggju að leigja bíl ættu að hafa hugfast að umferðarþunginn getur verið mikill í borginni.

Erilsöm gata í Barcelona að kvöldi til
Kastali drekanna þriggja, eða Castillo de los Tres Dragones, í Barcelona á björtum degi

Hvað er við að vera í Barcelona?

Sérkennileg listfengi Antoní Gaudí hefur sett svo einstakt mark á Barcelona að borgin er nánast samnefnari fyrir list og arkitektúr.

Eftir hann liggur fjöldi bygginga, allt frá hinu ævintýralega Casa Batlló til hins frumlega og sérviskulega Parc Güell, en þar gefur að líta mikla ringulreið bogalína og litríkra flísa. Hans nafnkunnasta verk er þó án nokkurs vafa La Sagrada Família – hin ófullgerða dómkirkja.

Barcelona hefur alið af sér fleiri heimsþekkta listmenn en Gaudí. Fremstir meðal jafningja eru Pablo Picasso, Joan Miró og Salvador Dalí.

Borgin á sér langa og merka sögu og gotneska hverfið Barri Gòtic er stútfullt af fornum gersemum. Fyrir fótboltaáhugamenn er fátt sem toppar heimsókn á Camp Nou, heimavöll hins goðsagnakennda Futbol Club Barcelona.

Besti tíminn fyrir ferðalag til Barcelona

Barcelona er mest heimsótta borg Spánar og á háannatíma ferðamennskunnar í júlí og ágúst er borgin full af ferðamönnum á höttunum eftir hlýju veðri og spennandi menningarviðburðum. Á þessum tíma yfirgefa aftur á móti margir heimamenn borgina sína og ferðast til svalari svæða þar sem rakastigið er lægra.

Á haustin fækkar ferðamönnum samfara lækkandi histastigi. Október er oft mikill rigningarmánuður, svo það er ráðlegt að pakka regnfötum ef þú ert að plana ferðalag á þeim tíma. Jólum og áramótum er svo fagnað með miklum glæsibrag í borginni.

Besti tíminn til að fljúga til Barcelona er sennilega á vorin, í maí og júní. Hitastigið er þægilegt en ekki yfirþyrmandi og ferðamenn eru mun færri en yfir hásumarið.

Fyrir þau sem ekki setja fyrir sig aðeins kaldara loftslag, er tímabilið frá janúar fram í apríl kjörið. Á þessum tíma er flug og gisting talsvert ódýrari en á öðrum árstíma.

Yfirlitsmynd af Barcelona, tekin í Park Guell garðinum
Verslunargata í Barcelona

Verslað í Barcelona

Spænsk tískumerki – eins og Zara, Mango og Massimo Dutti – eru vel þekkt um allan heim. Á verslunargötum Barcelona leynist þó ýmislegt fleira sem er vel töskuplássins virði. Hér finnur þú tískuverslanir nýrra hönnuða, frábærar verslunarmiðstöðvar og götumarkaði sem selja ýmis konar sælkeravörur.

Þú finnur úrvalsvörur á afslætti á verslunargötununum suðvestan af hverfinu Passeig de Gracia. Kannaðu vinnustofurnar og litlu verslanirnar í El Born og þröngar götur Barri Gòtic.

Ef þú vilt frekar halda þig innandyra, er verslunarmiðstöðin Las Arenas kjörin fyrir búðaráp, en hún var nautaatshringur í fyrra lífi! Ekki missa af göngusvæðinu á þakinu, þaðan sérðu borgarlandslag Barcelona í allri sinni dýrð.

Matur í Barcelona

Barcelona er sannkallað kjörlendi sælkerans. Hér úir allt og grúir af tapas, fersku sjávarfangi, jamón ibérico og svalandi sangríum.

Og fyrir þau sem eru á höttunum eftir því allra fínasta, státar borgin af ófáum veitingastöðum með Michelin-stjörnur. Allt það besta fæst á Mercat de la Boqueria, markaði í miðborg Barcelona, við göngugötuna La Rambla. Hér er litadýrðin mikil og matarframboðið býður bragðlaukunum upp á mikla veisla.

Nóg er af góðum mat um alla borgina en það er alveg sérstök upplifun að snæða fiskrétti að hætti heimamanna við sjávarsíðuna. Fínustu staðin má finna í L’Eixample, meðan Gràcia býður upp á léttari hipsterastemningu og nóg af góðum börum og veitingastöðum.

Markaður í Barselóna, stútfull kjötborð

 

Algengar spurningar um ferðalög til Barcelona

Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn

Til hvaða flugvallar í Barcelona flýgur Icelandair?

Við fljúgum til Barcelona El Prat flugvallarins, stærsta alþjóðaflugvallar borgarinnar.

Hvernig kemst ég frá Barcelona-flugvellinum inn í miðbæ?

Þú getur ferðast frá flugvellinum inn í miðborg Barcelona með leigubíl, rútu, ofan- eða neðnjarðarlest. Ferðalagið tekur að öllu jöfnu um 30-40 mínútur.