Áætlunarflug hefst

Áætlunarflug hefst

1942

Vorið 1942 tókst Flugfélagsmönnum fyrir heppni að eignast fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga. Þetta var átta sæta Beechcraft D-18 landflugvél og með henni má segja að reglubundið áætlunarflug hafi fyrst hafist hér á landi. Flogið var til Akureyrar, Egilsstaða og Hornafjarðar. Frá því að Haförninn var úr sögunni og þar til sumarið 1944 var Beechcraft-vélin eina flugvél Flugfélags Íslands.