Að liðnum sjötíu árum

Að liðnum sjötíu árum

2007

Icelandair Group, afkomandi Flugfélags Akureyrar, fagnaði 70 ára afmæli sínu í stórhýsi Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli 3. júní með því m.a. að gefa Flugsafninu flugvél af gerðinni Stinson Reliant, eins og þá sem kom til Íslands fyrst 1944. Icelandair Group var þá samstæða 12 fyrirtækja í flug og ferðaþjónuststarfsemi sem störfuðu um allan heim.

Félagið var með 19 Boeingþotur í rekstri og flaug til 25 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku, allt að 160 ferðir á viku frá öllum áfangastöðum. Alls störfuðu um 3.000 manns hjá Icelandair Group sumarið 2007 og framundan var enn frekari vöxtur.