Átta ára ferli

Átta ára ferli

1973

Haustið 1972 ákváðu stjórnvöld að beita sér fyrir sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands og skipuð var nefnd til að leiða viðræður um sameiningu. Þó að ágreiningur væru um einstök atriði var rekstri félaganna svo illa komið um þetta leyti að flestir sáu hagræðinguna sem fólgin var í sameiningu. Stjórnir beggja félaganna náðu samkomulagi 11. apríl 1973 og stofnfundur Flugleiða var haldinn 20. júlí 1973.

Örn Ó. Johnson og Alfreð Elíasson voru ráðnir forstjórar hins nýja félags og ári síðar bættist Sigurður Helgason í forstjórahópinn, en hann hafði verið framkvæmdastjóri Loftleiða í Bandaríkjunum.