Flogið í vestur

Flogið í vestur

1948

Árið 1948 fengu Loftleiðir leyfi til að hefja áætlunarflug milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta ferðin var farin 25. ágúst það ár og vakti hún mikla athygli báðum megin hafsins. Flugleyfið var veitt í samræmi við loftferðasamning sem gerður hafði verið milli landanna árið 1945.

Ekkert ákvæði var í þeim samningi um fargjöld og átti það eftir að skipta sköpum fyrir Loftleiðir fáeinum árum síðar. Fulltrúar borgarstjóra New York tóku með virktum á móti áhöfn Geysis og stjórnendum Loftleiða við upphaf áætlunarflugs Loftleiða til Bandaríkjanna.