Flugorðasafn

Flugorðasafn

1993

Í fluginu er notað sérstakt mál sem hljómar nánast óskiljanlega í eyrum þeirra sem ekki lifa og hrærast í flugheiminum. Þetta er ekki eiginlegt tungumál sem lýtur málfræðireglum heldur enskuskotið slangur. Orð eins og „trolleyið“, „galleyið“, „flight-deckið“ og „CCM-inn“ heyrast gjarnan í samtölum flugliða, enda eru handbækur og kennsluefni sem þeir notast við á ensku. Reynt hefur verið að búa til íslensk orð yfir þessi slanguryrði og til varð heilt flugorðasafn árið 1993. Það hefur þó reynst þrautinni þyngri að útrýma enskum slettum úr flugmálinu. Ennþá biður því „crewið“ um „clearance“ og fleira í þeim dúr.