Flugstöð komin á tíma

Flugstöð komin á tíma

1983

Á tíu ára afmæli Flugleiða, árið 1983, var efnt til mikillar hátíðar á Reykjavíkurflugvelli. Þar var meðal annars kynnt ákvörðun um að endurvekja þann sið að gefa flugvélum félagsins nöfn. Boeing 727-200 flugvélinni TF-FLI í samræmi við það gefið nafnið Frónfari og Fokker F27 flugvélin TF-FLR hlaut nafnið Vorfari.