Flugvélum fjölgar

Flugvélum fjölgar

1944

Íslensku flugfélögin, Flugfélag Íslands og Loftleiðir, bættu ört við flugvélaeign sína á næstu árum. Þegar sumarið 1944 var Flugfélagið komið með tvær glænýjar De Havilland Rapide landvélar til viðbótar við Beechcraftinn. Þá höfðu Loftleiðir orðið sér úti um nýjan Stinson og að auki flugbát af gerðinni Grumman Goose. Hver vélin af annarri bættist síðan við flugflota Íslendinga.

Flugið hafði fengið byr undir báða vængi og flogið var reglulega til fjölmargra staða á landinu.