Flutningur suður

Flutningur suður

1940

Í mars 1940 var Flugfélagið flutt til Reykjavíkur og nafni þess breytt í Flugfélag Íslands.

Áður höfðu tvö félög með þessu sama nafni starfað um skamma hríð, 1919-1920 og 1928-1931. Stjórnarformaður nýja félagsins var Bergur G. Gíslason og nýútskrifaður flugmaður, Örn Ó. Johnson, var ráðinn framkvæmdastjóri.

Hann átti eftir að stýra flugsamgöngum Íslendinga í áratugi. Hið nýja félag varð fyrir miklum áföllum fyrstu árin. TF-ÖRN skemmdist í apríl 1941, Smyrillinn sem byggður var upp úr honum fórst nokkrum dögum eftir að hann varð flughæfur á ný ári síðar og Haförninn sem keyptur var árið 1940 skemmdist í desember 1943.