Fyrstu Dísirnar

Fyrstu Dísirnar

1989

Hinn 6. maí 1989 kom til landsins fyrsta vélin af fjórum af gerðinni Boeing 737-400 sem Flugleiðir höfðu fest kaup á. Um borð voru nokkrir helstu stjórnendur Flugleiða, samgönguráðherra og fulltrúar frá Boeing-verksmiðjunum. Tekið var á móti vélinni við hátíðlega athöfn og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, gaf þotunni nafnið Aldís. Ákveðið hafði verið að allar nýju vélarnar fengju dísar-nöfn. Hinar þoturnar fengu nöfnin Eydís, Védís og Heiðdís.

Í nýju flugvélunum voru sæti fyrir 156 farþega, þar af 18-78 á Saga Class, eftir þörfum, og bil á milli sæta var talsvert rýmra en í gömlu Boeing 727 vélunum og áttunum.