Hallar undir fæti

Hallar undir fæti

1970

Um þetta leyti fór reksturinn að ganga erfiðlega hjá íslensku flugfélögunum. Samkeppnin fór harðnandi, sérstaklega í Norðurlandafluginu, og um 1970 var svo komið að félögin þurftu einhvers konar ríkisaðstoð til að halda velli. Ýmsar hugmyndir um samvinnu eða sameiningu þeirra voru reifaðar en erfiðlega gekk að koma félögunum að samningaborði.

Haustið 1971 hófust þó formlegar viðræður og héldu þær áfram með hléum fram á mitt sumar 1972. Þá var tilraunum hætt í bili. Málinu var þó ekki lokið og áttu stjórnvöld næsta leik.