Hjálparflug

Hjálparflug

1969

Íslenskar flugvélar komu að góðum notum þegar stríð geysaði í Biafra á árunum 1967-1970. Stríðið leiddi miklar hörmungar yfir íbúana og reyndi Hjálparstofnun norræna kirkjusambandsins að koma sveltandi fólki til hjálpar með því að flytja þangað matvæli.

Til flutninganna voru notaðar tvær DC-6B flugvélar Loftleiða. Árið 1969 tók hlutafélagið Flughjálp við þessu starfi. Félagið var að hluta til í eigu Íslendinga og áttu Loftleiðir þar 20% hlut. Fjöldi íslenskra flugmanna kom að Biafrafluginu, þar á meðal var Þorsteinn E. Jónsson sem stjórnaði fluginu síðustu sextán mánuði stríðsins.