Icelandair býður upp á Stopover á Íslandi

Icelandair býður upp á Stopover á Íslandi

2014

Fyrstu alþjóðlegu markaðsherferð Icelandair var hleypt af stokkunum og Icelandair Stopover-þjónustan kynnt fyrir umheiminum. Icelandair hafði þó boðið farþegum sínum að stoppa á Íslandi án þess að miðaverðið hækki síðan á sjöunda áratug 20. aldar.

Flug hófst til þriggja nýrra áfangastaða; Edmonton og Vancouver í Kanada og Genf í Sviss.

Flugflotinn hélt áfram að stækka og þrjár Boeing 757-200 þotur bættust við. Heildarfjöldi véla í flugflotanum var þá kominn í 21 vél.

Farþegum fjölgaði að sama skapi um u.þ.b. 350 þúsund milli ára.

Haldið var upp á að 70 ár voru liðin frá fyrsta millilandafluginu frá Íslandi, en flogið var til Largs Bay í Skotlandi árið 1945.