Krepputíð og uppsagnir

Krepputíð og uppsagnir

1979

Sameiningarferli Flugleiða var að mestu lokið í upphafi 9. áratugarins en þar með var björninn síður en svo unninn. Runnin var upp mikil kreppa í farþegaflugi, olíuverð snarhækkaði og samkeppni í fluginu var gífurleg.

Hjá Flugleiðum þurfti að grípa til mikilla aðhaldsaðgerða, dregið var stórlega úr ferðum og miklum fjölda starfsmanna var sagt upp. En það dugði ekki til.

Svo fór að leita varð til stjórnvalda í Lúxemborg og á Íslandi til að styrkja reksturinn. Aðstoðin var veitt en ríkisstjórn Íslands setti margvísleg skilyrði fyrir henni. Þar á meðal var að ríkissjóður eignaðist 20% í Flugleiðum og þar með fékk ríkið tvo fulltrúa í stjórn félagsins. Þegar heldur hafði rofað til, árið 1985, keyptu Flugleiðir aftur hlut ríkisins.