Kvennaflug

Kvennaflug

1999

Á kvenréttindadaginn 19. júní 1999 gerðist það í fyrsta sinn á Íslandi að áhöfn þotu var eingöngu skipuð konum. Flugstjóri í ferðinni var Geirþrúður Alfreðsdóttir og flugmaður Linda Gunnarsdóttir. Fyrsta freyja var Katrín Alfreðsdóttir, systir Geirþrúðar, en þær eru dætur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða.

Í júní tveimur árum síðar var svo farið annað tímamótaflug þegar flugmennirnir voru báðir konur en „flugfreyjurnar“ karlkyns. Þetta var skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni kynjasamsetningu í flugáhöfnum. Á þessum tíma voru um 240flugmenn og flugstjórar starfandi hjá Flugleiðum en aðeins átta þeirra voru konur. Af um 800 flugliðum voru 32 flugþjónar.