Líflegt innanlandsflug

Líflegt innanlandsflug

1955

Flugfélag Íslands jók mjög innanlandsflug sitt eftir að félagið var eitt um hituna. Teknar voru upp áætlunarferðir á flesta þá staði sem Loftleiðir höfðu flogið til og farþegum fjölgaði mikið. Íslendingar kunnu vel að meta þennan ferðamáta sem leysti þá undan því að hossast um mjóa og holótta malarvegi milli staða. Meira að segja börnin voru send í sveitina flugleiðis.

Innanlandsflugið var samt áfram fjárhagslegur baggi á félaginu en góður hagnaður af millilandafluginu hélt hjólunum gangandi. Árið 1955 bættist Stokkhólmur bættist við áætlunarstaði félagsins. Þar með var flogið reglubundið til fjögurra borga, en fyrir voru Kaupmannahöfn, London og Osló.