Loftleidir á flugi

Loftleidir á flugi

1964

Tveimur árum eftir að Flugfélagið fékk skrúfuþoturnar tóku Loftleiðamenn næsta skref í endurnýjun flugflotans með kaupum á Cloudmaster DC-6B, en alls eignaðist félagið fimm slíkar vélar. Árið 1964 keypti félagið síðan tvær Canadair CL-44 flugvélar sem nefndar voru Rolls Royce 400 eftir hreyflunum. Þetta þótti viturlegt þar sem vélarnar voru framleiddar sem fraktflugvélar og aðeins þekktar sem slíkar.

Í daglegu tali voru vélarnar þó yfirleitt kallaðar „monsarnir“, enda voru þær mun stærri en þær flugvélar sem fram að því höfðu verið í ferðum fyrir Íslendinga. Þær tóku 160 farþega og með því að lengja þær gátu þær flutt 189 farþega. Á næstu árum eignuðust Loftleiðir fjórar slíkar flugvélar og reyndust þær Loftleiðum heilladrjúgar. Monsarnir voru í ferðum fyrir Loftleiðir allt til ársins 1971.