Loftleiðir fljúga á ný

Loftleiðir fljúga á ný

2002

Þegar Icelandair færði leiguflug sitt í sérstakt dótturfélag árið 2002 var ákveðið að gefa því nafn annars forvera Flugleiða og Icelandair og fékk það því heitið Loftleiðir Icelandic. Félagið hefur þróast nokkuð frá stofnun þess og býður nú upp á margvíslegar lausnir fyrir önnur flugfélög og ferðaþjónustuaðila.

Félagið keypti meirihluta í lettneska leiguflugfélaginu Latcharter Airlines árið 2006 og styrkti með því stöðu sína á þessum markaði í Evrópu. Loftleiðir leigja flugvélar sínar með eða án áhafna og viðhaldsteyma, til ýmissa verkefna, til dæmis í svokölluðu heimsflugi. Þá er flogið með hópa fólks milli borga umhverfis jörðina og vélarnar útbúnar þannig að einstaklega vel fari um farþegana.

Loftleiðir Icelandic hefur á sínum snærum fjórar B757-20C þotur, tvær B767-30C og tvær Airbus 320-200.