Nýtt flugskýli

Nýtt flugskýli

1993

Í febrúar 1993 var opnuð ný viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Íslendingar höfðu haft afnot af flugskýli hjá Varnarliðinu allt frá því að fyrsta þotan kom til landsins. Það var að mörgu leyti óhentugt og hafði lengi verið stefnt að betri aðstöðu fyrir flugvirkjana. Nú rættist sá draumur.

Flugskýlið er engin smásmíði, 12.500 fermetrar og hátt til lofts. Þar er hægt að koma fyrir í einu fjórum Boeing 757 eða tveimur Boeing 767 vélum.