Sagaclass

Sagaclass

1984

Flugleiðir höfðu á þessum tíma ekki efni á að endurnýja flugflotann og má segja að lítið hafi verið keypt og þá allt á útsölu. Meðal annars gátu Flugleiðir keypt þrjár DC-8-63 þotur á þessum tíma á kostakjörum og fengu reyndar tvöfalt hærra verð fyrir þær fjórum árum síðar. En nýjar vélar voru ekki á innkaupalistanum, þótt sumar flugvélar félagsins hafi verið orðnar 20 ára gamlar.

Menn vildu þó reyna að finna leiðir til að nýta sér mismunandi auraráð flugfarþega og kröfur um þægindi. Ákveðið var að skipta farþegarýminu um borð í Flugleiðavélunum í tvennt og bjóða aukin þægindi og meiri þjónustu gegn hærri greiðslu. Nýjungin var nefnd Saga Class og var fyrst reynd 1. apríl 1984. Reyndar sátu Saga Class-farþegarnar áfram í eins sætum og almennir farþegar. Það var ekki fyrr en árið 1988 sem gömlu sætunum var skipt út fyrir ný og breiðari sæti á Saga Class.