Söðlað um

Söðlað um

1987

Hinn 3. júní 1987 var þess minnst með hátíðarfundi á Akureyri að 50 ár voru liðin frá því að atvinnuflug hófst á Íslandi með stofnun Flugfélags Akureyrar sem síðar varð Flugfélag Íslands hið þriðja, annar forvera Flugleiða. Þar var kynnt fyrsta skrefið í endurnýjun flugflotans. Á afmælisfundinum undirritaði forstjóri Flugleiða samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tveimur 737-400 þotum og kauprétt á tveimur til viðbótar.

Þetta var byrjunin á risaskrefi í nýsköpun fyrirtækisins. Breytingar höfðu orðið á yfirstjórn Flugleiða. Sigurður Helgason eldri varð stjórnarformaður félagsins 1984 og ári síðar var Sigurður Helgason yngri ráðinn forstjóri. Þeir áttu mikið verkefni fyrir höndum. Eftir þrengingar og aðhald var farið í endurnýjun á nánast öllum eigum félagsins flugflota, flugskýli, hótelum og bílaleigu.

Myndin var tekin á hátíðarfundinum þegar samningurinn við Boeing-verksmiðjurnar var undirritaður. Með forstjóra og stjórnarformanni Flugleiða er Borge Boeskov, fulltrúi Boeing