Sókn í Íslandssölu

Sókn í Íslandssölu

1996

Flugleiðir keyptu Ferðaskrifstofu Íslands síðla árs 1996 og var það liður í þeirri stefnumótun, sem kynnt var fyrr á árinu, að skilgreina fyrirtækið sem alhliða ferðaþjónustufyrirtæki. Landkynning hafði í raun verið ofarlega á baugi allt frá því að Loftleiðir fóru að bjóða erlendum ferðamönnum að hafa viðdvöl á Íslandi. Markaðsmálin fengu nú enn aukið vægi. Milljörðum króna var varið í landkynningu. Þá var leiðakerfið var þanið út til að næla í sem flesta farþega og leiða þá í gegnum Ísland.

Áfangastöðum vestanhafs var fjölgað og ferðatíðnin aukin verulega. Sérstök áhersla var lögð á að fjölga áfangastöðum vestanhafs og var farið að fljúta til Boston, Halifax og Minneapolis. Þarna voru nýir markaðir sem fjölguðu farþegum Flugleiða um hundruð þúsunda og um leið fjölgaði þeim ferðamönnum sem kynntust Íslandi og vildu sækja það heim.

Árangurinn lét ekki á sér standa. Árið 1994 komu 180.000 ferðamenn til Íslands til lengri eða skemmri dvalar en sex árum síðar var þessi tala komin upp í 303.000.