Stóra stökkið

Stóra stökkið

1937

Eftir nokkur hikandi skref sem skiluðu litlu, tóku Íslendingar undir sig stökk hinn 3. júní 1937 og stofnuðu hlutafélagið Flugfélag Akureyrar.

Helsti hvatamaður þessa framtaks var Agnar Kofoed-Hansen, síðar flugmálastjóri.

Keypt var ný sjóflugvél af gerðinni Waco og hlaut hún nafnið TF-ÖRN. Hún kom til landsins vorið 1938 og hófst þá flugrekstur sem þrátt fyrir margvíslegar þrengingar í byrjun var kominn til að vera.

Kristinn Jónsson afgreiðslumaður Flugfélags Akureyrar og Agnar Kofoed-Hansen selflytja hér póstpoka í land.