Vildarbörn

Vildarbörn

2003

Í tilefni af 30 ára afmæli Flugleiða var settur á stofn sjóður sem hefur það markmið að gefa langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður tækifæri til ferðalaga. Hugmyndina átti Peggy Helgason sem hefur um árabil unnið mikið sjálfboðaliðastarf á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík.

Sjóðurinn hlaut nafnið Vildarbörn og stendur hann árlega straum af draumaferð að minnsta kosti 20 barna og fjölskyldna þeirra. Sjóðurinn er fjármagnaður af Icelandair og farþegum félagsins sem gefa ýmist vildarpunkta eða afgangsmynt til þessa málefnis. Sú söfnun hefur farið fram úr björtustu vonum.