07.03.2012 14:46

Framboð Icelandair var aukið um 11% í febrúar miðað við febrúar á síðasta ári. Farþegum fjölgaði í heild um 18% á milli ára og námu tæplega 94 þúsund í mánuðinum. Sætanýting nam 75%, sem er 4,2 prósentustigum betri en í febrúar á síðasta ári þegar hún var 70,8%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

Fjöldi farþega hjá Flugfélagi Íslands jókst um 7% á milli ára í febrúar og var alls um 27 þúsund. Sætanýting nam 71,1% og lækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. Seldir „blokktímar“ í leiguflugi voru 3% fleiri en í febrúar á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 25% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá Flugleiðahótelunum jókst um 16% á milli ára. Herbergjanýting var 69,8%, eða 15,5 prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra.