29.01.2010 13:49

Þúsundir landsmanna hafa sent landsliðsmönnum stuðningskveðjur á ibs.is, eða "Í blíðu og stríðu", vettvangi til stuðnings landsliðinu í handbolta. Vefurinn er einskonar miðstöð áhangenda landsliðsins meðan á Evrópumótinu í Austurríki stendur og þar gefst fólki kostur á að taka upp hljóð- og myndkveðjur með vefmyndavél. Þátttakan hefur verið gífurlega mikil og hægt að taka upp kveðjur í gegnum mbl.is og visir.is.

  • Í morgun höfðu meira en 2.000 myndkveðjur verið settar inn á vefinn til að styðja strákana
  • Um 2.000 textakveðjur til landsliðsmanna hafa verið sendar á vefnum
  • Yfir 23.000 heimsóknir eru á ibs.is á hverjum degi, sem gera hann að einum fjölsóttasta afþreyingavef landsins á þeim fáu dögum sem hann hefur verið opinn.  Vefurinn er í 8 sæti yfir fjölsóttustu vefi landsins  samkvæmt mælingum Modernus.
  • 11.000 tölvur tengdust beinni lýsingu Audda, Péturs Jóhanns og Gillz af leiknum á móti Noregi í gær og yfir 650 manns voru á spjallrásinni á sama tíma.

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Auðunn Blöndal eða Auddi, er einmitt stóru hlutverki hjá "Í blíðu og stríðu" með útsendingu á ibs.is og ljóst að margir eru með fartölvu við hendina að horfa á leiki Íslands á RUV.

Verkefnið Í blíðu og stríðu er hluti af stuðningi Icelandair við HSÍ, en Icelandair hefur stutt landsliðið í handbolta í blíðu og stríðu í hálfa öld.