18.12.2008 16:13

Há(lofta)tíska Icelandair!
“Áhöfnin er andlit Icelandair,“ segir Rannveig Eir Einarsdóttir, forstöðumaður flugþjónustu hjá Icelandair. “Við lögðum því mikla áherslu á hönnun á nýjum einkennisbúningum.”
Það er stundum sagt að fötin skapi manninn. Hver og einn hefur í flestum störfum frelsi til að klæða sig í eigin föt en því er auðvitað ekki þannig farið með áhafnir flugfélaga. „Það er mikill vandi að gera góða einkennisbúninga,“ segir Rannveig. „Fólki þarf að líða vel í þeim, bæði hvað varðar þægindi og útlit.“
Icelandair fékk íslenska hönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur til að hanna nýju búningana. Steinunn hefur unnið með helstu hönnuðum samtímans. Hún var designer hjá Ralph Lauren, Senior Designer hjá Calvin Klein, Director og Senior Designer hjá Gucci og Design Director hjá La Perla. Árið 2000 stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og brand STEINUNN. Stutt er síðan Steinunn tók við virtum hönnunarverðlaunum, Söderbergsverðlaununum.