22.10.2011 12:28

Icelandair var næst stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í langflugi í septembermánuði, með 91,6% stundvísi. Í flugi á styttri flugleiðum varð Icelandair í fjórða sæti af 25 alþjóðlegum flugfélögum með 89,6% stundvísi. Evrópusamband flugfélaga (AEA) birtir reglulega gögn um stundvísi flugfélaga innan sinna raða.

"Góð stundvísi er lykilatriði í þjónustu Icelandair og það er ánægjulegt að fá staðfestingu á því að þegar ytri aðstæður eins og til dæmis eldgos eða verkfallsaðgerðir eru ekki að trufla okkur þá erum við í fremstu röð á þessu sviði", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.