17.07.2015 15:54

Icelandair hefur ákveðið að fljúga til Brussel í Belgíu allt árið og verður boðið upp á flug til og frá borginni þrisvar í viku í vetur, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Frá 2010 hefur Icelandair flogið til Brussel yfir sumartímann. „Þetta flug er liður í að þróa og breyta leiðakerfi okkar jafnt og þétt, mæta eftirspurn bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og auka þjónustu“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.