23.06.2009 12:49

Neytendaskýrsla evrópskra flugfélaga:


Icelandair í 1., 2., 3., og 6 sæti

Óhætt er að segja að Icelandair sé sigurvegari nýrrar Neytendaskýrslu AEA, Sambands evrópskra flugfélaga. Í skýrslunni er kynnt frammistaða ervrópskra flugfélaga á síðasta vetri í fjórum mikilvægum þjónustuflokkum fyrir neytendur, þ.e. í fullnustu fluga, í stundvísi á styttri flugleiðum, í stundvísi á lengri flugleiðum og skilvísi farangurs. Icelandair er í fyrsta sæti í fullnustu fluga með 100% árangur, í öðru sæti í stundvísi á lengri flugleiðum, með 86,5% árangur, í þriðja sæti í stundvísi á styttri og meðallöngum flugleiðum með 90,2% árangur og í sjötta sæti í skilvísi farangurs með 7,6/1000 seinkun farangurs. Könnunin nær til fimm mánaða tímabils frá nóvember til mars.

"Þetta er mjög ánægulegur árangur og hann kemur ekki á óvart því stundvísi okkar í vetur hefur verið sú besta í sögu Icelandair", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.  "Við vorum heppin í vetur hvað varðar utanaðkomandi þætti sem hafa mikil áhrif, eins og veður, aðra flugumferð og bilanir. En við höfum einnig gert átak til að auka stundvísi og á síðasta ári tók til starfa ný stjórnstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli, sem hefur það m.a. að markmiði að reka leiðakerfi félagsins frá degi til dags, fyrirbyggja hugsanlegar tafir og bregðast hratt við óvæntum uppákomum. Við sjáum góðan árangur af þessum breytingum eins og þessi samanburður evrópskra flugfélaga sýnir.  Góð stundvísi flugfélags byggir á samvinnu sterkrar liðsheildar og auk stjórnstöðvarinnar er þáttur áhafna um borð og viðhaldsstöðvar í þessum árangri stór," segir Birkir Hólm.

Stundvísi flugfélaga er mæld með þeim hætti að ef innan við 15 mínútur líða á milli áætlunartíma og raunverulegrar brottfarar frá hliði telst flugvélin hafa farið á réttum tíma.

Meðfylgjandi er frétt AEA og tenging að skýrslunni


Press Release
CONSUMER REPORT – Winter 2008/9
   
The Association of European Airlines has released data on the baggage-delivery and punctuality performance of its members for Winter 2008/9 (November-March).
 
28 AEA member airlines contributed punctuality data, and 26 baggage data, to the data collection which is unique in the aviation sector as a voluntary consumer-information exercise.
 
In all three key areas of measurement – long and short haul punctuality and overall baggage delivery, the figures show significant improvement over the same period in 2007/8.
 
The number of missing bags, i.e. not available for collection on arrival, was 13.0 per 1000 passengers, compared to 15.5 for the previous Winter.  AEA points out that, on average, 85% of delayed bags are delivered to the customer within 48 hours.
 
A similarly improving trend in punctuality was also noted.  On short-haul operations, 83.2% of flights departed within 15 minutes of schedule, compared with 79.6% a year earlier.  On long haul services the figure was 70.6%, up from 66.7%.  As is usual, the number of flights cancelled was extremely low: 1.9% for short haul and 0.7% for long haul.
 
The improvements are clearly influenced by the business climate:  during these five months the airlines covered by the Consumer Report carried 6% fewer passengers and operated 9% fewer flights.
 
The report is based upon a voluntary commitment by the members of the Association to provide consumer information according to a set of commonly defined standards. Any similar statistics reported by airlines who are not part of the AEA Consumer Report should not, under any circumstances, be construed as representing a fair comparison with the figures presented herein.  AEA cannot guarantee the accuracy of such figures and indeed has reason to believe that they may represent entirely different performance criteria.