05.09.2014 14:24

Icelandair afhenti Knattspyrnusambandi Íslands ný varamannasæti á Laugardalsvelli og verða þau notuð í fyrsta sinn í landsleiknum á móti Tyrkjum næsta þriðjudag.  Icelandair er helsti styrktar- og samstarfsaðili KSÍ og sætin nýju eru ein af mörgum birtingarmyndum þess samstarfs. Um er að ræða sæti frá ítalska fyrirtækinu Avio Interiors eins og þau sem eru í Boeing 757 flugvélum Icelandair, en þó án afþreyingarkerfis í sætisbaki.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, afhenti landsliðsþjálfurunum Heimi Hallgrímssyni og Lars Lagerbäck sætin, við stutta athöfn og prófun á landsliðsæfingu í dag.