01.05.2011 16:24

29 apríl var undirritaður samningur Icelandair og Flugsafns Íslands á Akureyri, sem felur í sér að Icelandair verður aðal styrktaraðili safnsins næstu þrjú árin.

Við undirritunina í Flugsafninu í morgun sagði Arngrímur Jóhannsson, formaður stjórnar þess, að samningurinn væri mikil lyftistöng fyrir safnið, hann tryggði rekstur þess næstu árin og gæfi færi á lifandi og öflugu sýningarstarfi þess.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group sagði sögu flugsins stóran þátt í sögu þjóðarinnar og mikilvægt að halda vel utan um hana. Icelandair hefði þar hlutverki að gegna, enda hefði starfsemi félagsins og forvera þess undanfarin 74 ár ætið verið helsta undirstaða flugsins á Íslandi.

Á myndinni eru Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group , Arngrímur Jóhannsson, formaður stjórnar Flugsafns Íslands og  Gestur Einar Jónasson, framkvæmdastjóri safnsins.