04.11.2011 09:10

Icelandair hlaut í dag íslensku markaðsverðlaunin 2011. Það var dómnefnd á vegum ÍMARK, samtaka markaðsfólks, sem valdi Icelandair til sigurs, en auk þess voru Nova og Össur tilnefnd til verðlaunanna. Birkir Hólm Guðnason tileinkaði starfsmönnum Icelandair verðlaunin þegar hann tók við þeim úr hendi Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.