Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til 35 áfangastaða  í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1300 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum.

Félagið byggir á árangursdrifnum starfsmönnum sem eru vel upplýstir, vel þjálfaðir, sýna frumkvæði og eru hluti af einni heild. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi.  Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.

Hjá Icelandair starfar úrvalshópur með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum.

Icelandair hefur markað stefnu í umhverfismálum. Höfuðmarkmið með sérstakri umhverfisstefnu er að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi Icelandair og taka upp vinnubrögð sem stuðla að sjálfbærni með því að nýta eins vel og kostur er þær auðlindir sem félagið hefur yfir að ráða.

Kennari hjá Tæknideild Icelandair

 
Ertu hæfileikaríkur leiðbeinandi?  Getur þú útskýrt flókna hluti á einfaldan hátt?  Er þolinmæði einn af þínum kostum?
 
Ef þú ert flugvirki og þetta á við þig þá er laust til umsóknar starf kennara hjá Icelandair Technical Training (ITT). Starfið felst í að taka virkan þátt í uppbyggingu og kennslustarfi kennsludeildar ITT.
ITT er deild innan Icelandair Technical Services sem gegnir mikilvægu hlutverki í þjálfunarferli allra starfsmanna ITS og lögð er áhersla á góðan starfsanda í deildinni.
 
Starfssvið:

 • Kenna verkferla fyrirtækisins, m.a. MOE (CRS procedures) og CAME
 • Kenna Human Factors og önnur öryggisnámskeið s.s. Fuel Tank Safety, EWIS o.fl.
 • Kennsla á Boeing 757, Boeing 737NG og MAX ásamt Boeing 767 réttindanámskeiðum
 • Undirbúa kennslu og kennsluefni fyrir ofangreint
 • Önnur tilfallandi námskeið
Hæfniskröfur:
 • Flugvirkjamenntun með EASA Part 66 skírteini B1/B2
 • Tegundaráritun á Boeing 737, 757 eða 767
 • Reynsla af flugvélaviðhaldi
 • CRS réttindi á einhverja af ofangreindum flugvélategundum er kostur
 • Vönduð vinnubrögð og jákvætt viðmót eru nauðsynlegir kostir fyrir þetta starf
 • Mikilvægt að geta unnið vel í hóp
 • Frumkvæði og dugnaður

Nánari upplýsingar veita:
Valgeir Rúnarsson, valgeirr@its.is
Sveina Berglind Jónsdóttir, sveinaj@icelandair.is
 
 
 
 

Sækja um starf

Almenn umsókn

Haldið er utan um allar umsóknir í umsóknarkerfi félagsins og er því nauðsynlegt að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins vel og kostur er.  Mælt er með því að viðkomandi setji einnig inn ferilskrá sem viðhengi.  Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið.

Umsóknir  eru geymdar í 6 mánuði, en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósi umsækjandi að umsókn verði eytt innan þess tíma skal senda tölvupóst á starf@icelandair.is

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. 

 

Almenn umsókn

Almenn umsókn - Tækniþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast viðhald flugvéla Icelandair og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri.
Tækniþjónustan býður upp á krefjandi verkefni hérlendis og erlendis. Hagsmunir viðskiptavina eru hafðir að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá tækniþjónustunni starfa 300 starfsmenn.
Fyrirspurnum er svarað í síma 425 0100

Sækja um starf