Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til 35 áfangastaða  í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1300 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum.

Félagið byggir á árangursdrifnum starfsmönnum sem eru vel upplýstir, vel þjálfaðir, sýna frumkvæði og eru hluti af einni heild. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi.  Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.

Hjá Icelandair starfar úrvalshópur með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum.

Icelandair hefur markað stefnu í umhverfismálum. Höfuðmarkmið með sérstakri umhverfisstefnu er að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi Icelandair og taka upp vinnubrögð sem stuðla að sjálfbærni með því að nýta eins vel og kostur er þær auðlindir sem félagið hefur yfir að ráða.

Ferðaþjónustufræðingur í NCC

Laust er til umsóknar starf ferðaþjónustufræðings (Customer Care Specialist) í flugstjórnstöð (Network Control Center - NCC) Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 
Helstu verkefni eru að endurbóka farþega sem verða fyrir röskunum (rerouting) vegna seinkana á flugi eða breytinga á sætafjölda flugvéla og önnur lausnamiðuð þjónusta því tengdu.  
 
Starfssvið:
Endurbókanir farþega vegna raskana á áætlun
Samskipti við Icelandair Ground Services (IGS) vegna þjónustu við farþega 
Greining á tengitímum farþega og ráðgöf innan NCC um flug, seinkanir og tengifarþega 
Aðstoð við Þjónustuver Icelandair
 
Hæfniskröfur:
Góð menntun sem nýtist í starfi, ferðafræðimenntun er æskileg
Þekking á Altea og Amadeus er æskileg
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg 
Góð almenn tölvufærni er nauðsynleg 
Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Hæfileikar í ákvarðanatöku og samvinnu
 
Hér er um dag- og næturvaktrir að ræða (kl. 06-18 og kl. 18-06) unnið er eftir 5-5-4 vaktafyrirkomulagi.
 
Við leitum að öflugum einstaklingi í spennandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. maí 2017.
 
Nánari upplýsingar:
Jón Mímir Einvarðsson, netfang: jonmimir@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir, netfang:  starf@icelandair.is
 
Umsóknir óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 27. janúar 2017.
 
 
 

Sækja um starf

Ferðaráðgjafar í þjónustuveri Icelandair í Reykjavík

Laus eru til umsóknar störf ferðaráðgjafa í þjónustuveri Icelandair í Reykjavík. Í þjónustuveri starfar hæfileikaríkur og fjölbreyttur hópur öflugra einstaklinga í skemmtilegu vinnuumhverfi sem þjónusta viðskiptavini félagsins um heim allan.
Um er að ræða vaktavinnu, 8 tíma vaktir, 75% starf, kvöld- og næturvinna. Viðkomandi þarf að vera í stakk búinn að geta aukið við sig vinnu á álagstímum.
 
Starfssvið:
- Sala á flugfargjöldum, hótelgistingu og bílaleigubílum.
- Upplýsingagjöf, ráðgjöf og þjónusta.
- Útgáfa ferðagagna.
- Þjónusta við Vildarklúbbsfélaga Icelandair.
- Önnur tilfallandi störf sem tengjast starfinu. 
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun í ferðafræðum er æskileg.
- Mjög góð tungumálakunnátta er nauðsynleg.
- Góð enskukunnátta er skilyrði.
- Þekking og reynsla af Amadeus bókunarkerfi er æskileg.
- Góð almenn tölvufærni er nauðsynleg.
 
Við leitum að öflugum einstaklingum í spennandi og krefjandi starf í líflegu starfsumhverfi, liðsmönnum með framúrskarandi samskiptahæfileika og brennandi áhuga á að ná góðum árangri í starfi í alþjóðlegu umhverfi.
Lögð er áhersla á vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.
 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Nánari upplýsingar veita:
Hólmfríður Júlíusdóttir, frida@icelandair.is
Pétur Ómar Águstsson, poa@icelandair.is
 
Umsóknir óskast fylltar út með því að smella á happinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 31. janúar

Sækja um starf

Almenn umsókn - Tækniþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast viðhald flugvéla Icelandair og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri.
Tækniþjónustan býður upp á krefjandi verkefni hérlendis og erlendis. Hagsmunir viðskiptavina eru hafðir að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá tækniþjónustunni starfa 300 starfsmenn.
Fyrirspurnum er svarað í síma 425 0100

Sækja um starf