crew on board

Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til 35 áfangastaða  í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1300 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum.

Félagið byggir á árangursdrifnum starfsmönnum sem eru vel upplýstir, vel þjálfaðir, sýna frumkvæði og eru hluti af einni heild. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi.  Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.

Hjá Icelandair starfar úrvalshópur með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum.

Icelandair hefur markað stefnu í umhverfismálum. Höfuðmarkmið með sérstakri umhverfisstefnu er að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi Icelandair og taka upp vinnubrögð sem stuðla að sjálfbærni með því að nýta eins vel og kostur er þær auðlindir sem félagið hefur yfir að ráða.

Forstöðumaður áhafnadeildar

Icelandair leitar að öflugum starfsmanni til að stýra áhafnadeild.
 
Áhafnadeild sér um gerð vinnuskráa, dagleg samskipti við áhafnir og uppsetningu þjálfunar. Þá sér áhafnadeild um hótelsamninga fyrir áhafnir, farmiðaútgáfu
og ýmsa útreikninga vegna áhafnaþarfar. Áhafnadeild er bæði með starfsstöð í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli.
 
Starfssvið:
Dagleg stjórnun deildarinnar og starfsmannamál
Skipulag áhafna til að mæta þörf hverju sinni
Samskipti við viðskiptavini flugdeildar
Stjórnun umbótaverkefna deildarinnar
Samskipti við stéttarfélög áhafna
 
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Leiðtogahæfileikar, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Reynsla af stjórnun verkefna
Þekking og reynsla af störfum flugfélaga er æskileg
Færni í almennum samskiptum og samvinnu
Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg
Góð tölvufærni
Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund
 
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á krefjandi verkefnum í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.
 
Nánari upplýsingar veita:
Hilmar Baldursson, flugrekstrarstjóri I hba@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir, mannauðsstjóri aðalskrifstofu I starf@icelandair.is
 
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 8. september 2015.
 

Sækja um starf

Flugvirkjar

Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli óskar eftir flugvirkjum
í framtíðarstörf. Við leitum að öflugum liðsmönnum til starfa í stærsta
flugskýli landsins í tæknivæddu og alþjóðlegu umhverfi.
Um er að ræða spennandi og krefjandi framtíðarstörf í góðu starfsumhverfi
þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að ná árangri í starfi og hafa jafnframt
metnað til að vinna sem hluti af öflugri liðsheild.
 
Starfssvið:  
Almenn flugvirkjastörf í stórskoðunum á B757-200/300-B767-300
Einnig koma til greina Afleysingar í línu umhverfi á Keflavíkurflugvelli,
og störf á erlendri grund séu tilskilinn réttindi fyrir hendi
 
Hæfniskröfur:
Hafi lokið prófi frá viðurkenndum skóla í flugvirkjun
Lögð er áhersla á færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð enskukunnátta er nauðsynleg
Reynsla af vinnu í tölvuvæddu umhverfi

 
Nánari upplýsingar veita:

Theodór Brynjólfsson, netfang: tbrynjol@its.is
Steinunn Una Sigurðardóttir, netfang:  unasig@icelandair.is
 
Umsóknir óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan, sækja um starf eigi síðar en 10. september 2015.
 

Sækja um starf

Almenn umsókn

Haldið er utan um allar umsóknir í umsóknarkerfi félagsins og er því nauðsynlegt að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins vel og kostur er.  Mælt er með því að viðkomandi setji einnig inn ferilskrá sem viðhengi.  Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið.

Umsóknir  eru geymdar í 6 mánuði, en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósi umsækjandi að umsókn verði eytt innan þess tíma skal senda tölvupóst á starf@icelandair.is

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. 

 

Almenn umsókn

Almenn umsókn - Flugmannsstarf

OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR UM FLUGMANNSSTARF HJÁ ICELANDAIR 

Vegna aukinna umsvifa óskar Icelandair eftir að ráða flugmenn til starfa. Leitað er
eftir flugmönnum í áhugavert og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi
þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.

Umsækjendur þurfa að hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun.
Þeir þurfa að hafa lokið bóklegu námi til réttinda atvinnuflugmanns
1. flokks (ATPL) og námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC).
 
Atvinnuflugmannsskírteini umsækjenda skal hafa verið gefið út af Samgöngustofu á Íslandi eða sambærilegri stofnun í öðru aðildarríki Flugöryggissamtaka Evrópu (EASA) í samræmi við kröfur EASA, flugöryggisstofnunar Evrópu.
  
Krafa er um 500 flugtíma að lágmarki, þar af 100 flugtíma reynslu sem flugstjóri.
Vegna fyrirsjáanlegra árstíðabundinna sveifla í umsvifum Icelandair er gert ráð fyrir að nýir
flugmenn hefji störf næsta vor og starfi til hausts 2016.
 
Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi.
 
UMSÓKNUM ÞURFA AÐ FYLGJA EFTIRFARANDI GÖGN:
Afrit af atvinnuflugmannsskírteini ásamt áritunum, heilbrigðisvottorði
og vegabréfi
Afrit af prófskírteinum ásamt einkunnum fyrir allt bóklegt flugnám
Afrit af stúdentsskírteini eða öðrum sambærilegum prófskírteinum ásamt einkunnum
Afrit af síðustu 100 fartímum í flugdagbók
Nýtt sakavottorð
 
Á UMSÓKN SKAL VERA SUNDURLIÐUN FLUGTÍMA SEM HÉR SEGIR:
Heildarfartími
Fartími sem kennari
Fartími í blindflugi
Fartími sem flugstjóri
Fartími á fjölhreyfla flugvél
Fartími á fjölstjórnarflugvél (MPA)
Fartími á þotu og skrúfuþotu 

Eingöngu er hægt að sækja um flugmannsstarf á vefnum.
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Vegna hóps nr. 1;  Inntökupróf verða 1. september, flughermisprófanir 2.-6. september og viðtöl fara fram 7.-11. september. Haft verður samband við umsækjendur.
Næstu inntökupróf eru áætluð 13.-15. október og 17.-19. nóvember.  Haft verður samband við umsækjendur.
 
FYFIRSPURNUM SVARA:
Margrét Þórarinsdóttir, mannauðsstjóri áhafna, flug@icelandair.is
 

 

Sækja um starf

Almenn umsókn - Tækniþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast viðhald flugvéla Icelandair og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri.
Tækniþjónustan býður upp á krefjandi verkefni hérlendis og erlendis. Hagsmunir viðskiptavina eru hafðir að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá tækniþjónustunni starfa 300 starfsmenn.
Fyrirspurnum er svarað í síma 425 0100

Sækja um starf