service on board

Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til 35 áfangastaða  í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1300 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum.

Félagið byggir á árangursdrifnum starfsmönnum sem eru vel upplýstir, vel þjálfaðir, sýna frumkvæði og eru hluti af einni heild. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi.  Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.

Hjá Icelandair starfar úrvalshópur með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum.

Icelandair hefur markað stefnu í umhverfismálum. Höfuðmarkmið með sérstakri umhverfisstefnu er að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi Icelandair og taka upp vinnubrögð sem stuðla að sjálfbærni með því að nýta eins vel og kostur er þær auðlindir sem félagið hefur yfir að ráða.

Verkefnastjóri Icelandair Saga Club

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra hjá Icelandair Saga Club.
 
Icelandair Saga Club er tryggðar- og fríðindakerfi Icelandair.
Hlutverk klúbbsins er að þjónusta bæði viðskiptavini og samstarfsaðila Icelandair ásamt því að vera í nánu samstarfi við helstu stoðdeildir innan Icelandair.
 
Starfssvið:
Rekstur og ábyrgð á öllum Icelandair vörum Saga Club 
Ábyrgð á framlegð, verðum og uppgjöri
Gerð rekstraráætlana og söluskýrslna
Þjálfanir og kynningar á vörum innan Icelandair
Markaðssetning á vörum innan og utan Íslands
Ábyrgð á samskiptum og herferðum við markaði utan Íslands
Útsending tilboða í samstarfi við dreifikerfadeild
Umbótaverkefni og þróun í samstarfi við forstöðumann
 
Hæfniskröfur: 
Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
Góð enskukunnátta er skilyrði 
Góð tölvufærni
Reynsla af verkefnastjórnun 
Leiðtoga og skipulagshæfni 
Þekking og reynsla af markaðsmálum
Jákvætt hugarfar og rík þjónustulund  
Frumkvæði og sjálfstæði
 
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.  Viðkomandi þarf að hafa góða samskipta-  og skipulagshæfileika þar sem starfið krefst þess að viðkomandi sé með mörg mismunandi verkefni í gangi á hverjum tíma. 
Ferðalög á vegum fyrirtækisins fylgja starfinu.

Nánari upplýsingar veita:
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, netfang: jar@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir, netfang: starf@icelandair.is
 
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 28. apríl 2014.

 

Sækja um starf

Sales Manager The Americas

Icelandair is looking for a Sales Manager to join our team based in the Icelandair the Americas office in Quincy, MA. 
 
The ideal candidate will be an organized, self-motivated individual with a passion for the travel industry that will:
Direct sales strategy for the USA and Canada
Manage a sizeable team
Strategize with other departments on campaigns
Work with head office in Iceland to ensure optimal network utilization
Run projects on behalf of Icelandair The Americas that involve both head office and other regional European offices
 
Icelandair values well-rounded employees, but key attributes that will lead to success in this position include:
Bachelor degree or higher
Leader with strong analytical skills and a penchant for sales.
Outgoing personality
Experience in sales
Ability to manage a sizable team
Self-starter with the ability to adapt to the ever-changing and challenging airline industry
Very good English knowledge spoken and written
 
We are searching for a responsible and ambitious individual who works well independently as well as in co-operation with others. This individual needs to be positive, service minded and must possess excellent communication skills.
International and domestic travel is required.
The employee needs to be able to start as soon as possible.
 
For more information contact:
Kristín Björnsdóttir, starf@icelandair.is
To apply for the job click on "sækja um starf" (requiers Icelandic ID number) or e-mail your application and CV to starf@icelandair.is marked Sales Manager The Americas no later than 25 April 2014.

 

Sækja um starf

Verkefnastjóri hliðartekna

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra hliðartekna á sölu- og markaðssviði.
 
Hliðartekjur eru tekjur umfram sölu á flugmiðum. Hliðartekjur Icelandair eru t.a.m. tekjur af sölu um borð í flugvélum félagsins, yfirvigtartekjur, auglýsingatekjur, forfallagjöld og þóknunartekjur af sölu  hótela og bílaleigubíla á vefsíðum og tölvupóstum Icelandair.
 
Starfssvið:
Vöktun og verðlagning hliðartekna
Vöruþróun og stefnumörkun hliðartekna
Gerð mánaðarlegra greininga / söluskýrslna og eftirfylgni
Samskipti við erlend sölusvæði
Samskipti við innlenda og erlenda þjónustuaðila
Áætlanagerð
Samningagerð
 
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla í greiningarvinnu og verkefnastjórnun
Góð tölvufærni
Nákvæmni, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð
Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg
Frumkvæði
Gott auga fyrir smáatriðum
Auðvelt með að vinna með tölur
Góðir samskiptahæfileikar
 
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Liðsmanni sem hefur metnað til að ná góðum árangri í starfi og hefur gaman af að vinna sem hluti að öflugri liðsheild. Mikilvægt er að viðkomandi einstaklingur mæti öllum þeim hæfniskröfum sem koma fyrir í starfslýsingu.
Hér er um tímabundna ráðningu að ræða í 12 mánuði og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. maí 2014.
 
Nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Óskarsson,  netfang: gosk@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir,  netfang: starf@icelandair.is
 
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 21. apríl 2014.
 

Sækja um starf

Ferðaráðgjafi á söluskrifstofu í REK

Laust er til umsóknar starf ferðaráðgjafa á söluskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Á söluskrifstofu starfar hæfileikaríkur og fjölbreyttur hópur öflugra einstaklinga
sem veitir úrvalsþjónustu til viðskiptavina félagsins.
 
Starfssvið:
Sala á flugfargjöldum, hótelgistingu og bílaleigubílum
Upplýsingagjöf, ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
Útgáfa ferðagagna
Þjónusta við Saga Club félaga vegna vildarpunkta
Önnur tilfallandi störf sem tengjast starfinu
 
Hæfniskröfur:
Menntun í ferðafræðum er nauðsynleg
Skilyrði er að viðkomandi hafi mjög góða enskukunnáttu
Þekking og reynsla af farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi er nauðsynleg
Góð almenn tölvufærni

Spennandi viðfangsefni í líflegu starfsumhverfi:
Við leitum að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf í líflegu starfsumhverfi,
liðsmanni með framúrskarandi samskiptahæfileika og brennandi áhuga á að
ná góðum árangri í starfi í alþjóðlegu umhverfi. Lögð er áhersla á vönduð og sjálfstæð
vinnubrögð.

Nánari upplýsingar veita:
Þorbjörg Björnsdóttir, thb@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir, starf@icelandair.is

Umsóknir óskast fylltar út með því að smella á happinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 21. apríl. 
 

Sækja um starf

Almenn umsókn

Haldið er utan um allar umsóknir í umsóknarkerfi félagsins og er því nauðsynlegt að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins vel og kostur er.  Mælt er með því að viðkomandi setji einnig inn ferilskrá sem viðhengi.  Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið.

Umsóknir  eru geymdar í 6 mánuði, en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósi umsækjandi að umsókn verði eytt innan þess tíma skal senda tölvupóst á starf@icelandair.is

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. 

 

Almenn umsókn

Almenn umsókn - Tækniþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast viðhald flugvéla Icelandair og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri.
Tækniþjónustan býður upp á krefjandi verkefni hérlendis og erlendis. Hagsmunir viðskiptavina eru hafðir að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá tækniþjónustunni starfa 300 starfsmenn.
Fyrirspurnum er svarað í síma 425 0100

Sækja um starf
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei