Námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni

Námskeiðin eru 12 tímar sem skiptast á 4 kvöld frá klukkan 17:00 - 20:00.

Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri leiða námskeiðin.
- Álfheiður kennir aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni.
- Páll fer í gegnum öll tæknileg atriði flugvélanna.

Flugvél er skoðuð í bak og fyrir, við heimsækjum flugmálastjórn og síðan endum við námskeiðið á flugferð fram og til baka til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu.

Allir þátttakendur verða að vera orðnir tvítugir. Áður en námskeiðið hefst þurfa þátttakendurnir að mæta í stutt viðtal til Álfheiðar Steinþórsdóttur sálfræðings þar sem flugfælni viðkomanda er metin. Viðtalið fer fram í Sálfræðistöðinni, Suðurlandsbraut 54. Nánari upplýsingar síðar.

Námskeiðsgjald er kr. 60.000,-

Ef þú ert með frekari spurningar, þá endilega hafðu samband við okkur í þetta netfang: eline@icelandair.is

Skráning á námskeiðið er hér að neðan, takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt