Leiðakerfi Icelandair

Icelandair byggir viðskiptastefnu sína á hagkvæmri staðsetningu Íslands mitt á milli Norður-Evrópu og austurstrandar Norður-Ameríku.  Icelandair hefur stækkað og styrkt leiðakerfi sitt á undanförnum áratugum með því að sameina um borð í flugvélum sínum farþega til Íslands, farþega frá Íslandi og farþega sem fljúga yfir Atlantshafið í gegnum Ísland. Félagið tengir 26 borgir í Evrópu við 18 borgir í Norður-Ameríku með Ísland sem miðpunkt. Leiðakerfið byggist á sólarhringsskiptingu með tengiflug á Íslandi á morgnana og eftir hádegi.

Um Icelandair

Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til margra stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Félagið notar staðsetningu Íslands sem er mitt á milli Ameríku og Evrópu sem viðskiptatækifæri og hefur byggt upp alþjóðalegt leiðakerfi með Ísland sem miðpunkt.

Icelandair er hluti af Icelandair Group.

Yfirstjórn Icelandair

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri
Birkir hóf störf hjá Icelandair árið 2000 sem sölustjóri á Íslandi. Síðar starfaði Birkir einnig sem sölustjóri í Norður-Ameríku og síðan svæðisstjóri í Mið-Evrópu, með aðsetur í Frankfurt.  Frá árinu 2006 starfaði hann sem  svæðisstjóri á Norðurlöndum.
Birkir var ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair árið 2008. Birkir lauk BS og meistaranámi í viðskiptafræðum frá Álaborgarháskóla.

Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs
Jens hóf störf í verkfræðideild Icelandair árið 1984. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar en var flugrekstrarstjóri Icelandair í áratug á árunum 1996 til 2005 og síðar framkvæmdastjóri ITS, Tækniþjónustu Icelandair, frá 2005 til 2011. Á árunum 2011 til 2015 veitti hann forstöðu rekstrardeild alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA, í Montreal í Kanada. Sú deild annast málefni sem varða alþjóðlegan flug-, tækni- og stöðvarekstur flugfélaga. Jens er með PhD gráðu í verkfræði frá Northwestern University í Bandaríkjunum.

Vinsamlegast smellið hér fyrir almennar styrktarumsóknir.

Hlynur Elísson, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs
Hlynur hóf störf sem fjármálastjóri innanlandsflugs Flugleiða árið 1995, sem varð Flugfélag Íslands árið 1997.  Hann ráðinn framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarstýringar Icelandair árið 2005 og árið 2006 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group. Í nóvember 2008 var Hlynur ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarstýringasviðs Icelandair.
Hlynur lauk BSc. próf í viðskiptafræði við Rockford College í Illinois.

Svali Hrannar Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs
Svali hóf störf sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair í mars 2009. Hann var framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Kaupþings banka frá árinu 2005 til 2008 og þar áður forstöðumaður starfsþróunarsviðs IBM Consulting Services og einn af eigendum PWC. Svali hefur kennt við Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Menntaskólann á Laugarvatni.
Svali er með BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands og MA gráðu í starfsmannastjórnun og vinnusálfræði frá New York University.