Leiðakerfi Icelandair

Icelandair byggir viðskiptastefnu sína á hagkvæmri staðsetningu Íslands mitt á milli Norður-Evrópu og austurstrandar Norður-Ameríku.  Icelandair hefur stækkað og styrkt leiðakerfi sitt á undanförnum áratugum með því að sameina um borð í flugvélum sínum farþega til Íslands, farþega frá Íslandi og farþega sem fljúga yfir Atlantshafið í gegnum Ísland. Félagið tengir 26 borgir í Evrópu við 18 borgir í Norður-Ameríku með Ísland sem miðpunkt. Leiðakerfið byggist á sólarhringsskiptingu með tengiflug á Íslandi á morgnana og eftir hádegi.

Um Icelandair

Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til margra stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Félagið notar staðsetningu Íslands sem er mitt á milli Ameríku og Evrópu sem viðskiptatækifæri og hefur byggt upp alþjóðalegt leiðakerfi með Ísland sem miðpunkt.

Icelandair er hluti af Icelandair Group.
Vinsamlegast smellið hér fyrir almennar styrktarumsóknir.

Yfirstjórn Icelandair

Alþjóðaflugstarfsemin skiptist í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsvið og sölu- og markaðssvið. 

Framkvæmdastjórar fyrrnefndra sviða mynda framkvæmdastjórn félagsins auk Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra og Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair Hotels, sem bæði eru núverandi meðlimir framkvæmdastjórnar auk Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og Jens Bjarnasonar sem mun sinna verkefnum sem snúa að meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum.

Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri. Björgólfur Jóhannsson hefur starfað sem forstjóri Icelandair Group frá janúar 2008. Hann var forstjóri Icelandic Group frá mars 2006. Fram að því eða frá árinu 1999 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996. Björgólfur var fjármálastjóri Útgerðarfélags  Akureyringa frá 1992-1996 en þá hafði hann unnið frá 1980 við endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar og Endurskoðun Akureyri hf. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983. 

Bogi Nils Bogason, Chief Financial Officer. Bogi Nils started his career within Icelandair Group in October 2008. He was the CFO of Askar Capital from January 2007 until he joined Icelandair Group and the CFO of Icelandic Group from 2004-2006. Bogi Nils served as an auditor and partner at KPMG in Iceland during the years from 1993-2004. Bogi Nils holds a Cand Oecon degree in Business from the University of Iceland and became licensed as a chartered accountant in 1998.

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs. Birna kemur til Icelandair frá Landsvirkjun þar sem hún var framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Hún var framkvæmdastjóri hjá Símanum frá árinu 2011, síðast yfir sölu- og þjónustusviði. Birna Ósk starfaði hjá Símanum frá árinu 2001, fyrst við almannatengsl og mannauðsráðgjöf. Hún var forstöðumaður verkefnastofu Símans á árunum 2006 til 2010 og stýrði samhliða markaðsmálum 2009-2010 þar til hún tók við stöðu framkvæmdastjóra. Birna hefur setið í stjórn Skeljungs hf. frá árinu 2015 og Já ehf.  frá árinu 2017.  Hún sat í stjórn Farsímagreiðslna ehf.  frá 2012 til 2015 og í stjórn Gildis, lífeyrissjóðs frá 2014-2015. Birna Ósk er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, með M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og hefur lokið AMP námi fyrir stjórnendur frá IESE Business School í Barcelona.

Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs. Elísabet starfað áður við mannauðsmál hjá Íslandsbanka, allt frá árinu 2007, og  síðustu fimm ár sín þar sem starfsþróunarstjóri. Hjá Íslandsbanka hafði hún m.a. yfirumsjón með allri fræðslu og þjálfun starfsmanna, stjórnendaþjálfun, markþjálfun og frammistöðustjórnun. Á árunum 2000-2007 starfaði hún hjá Capacent Gallup við rannsóknir og ráðgjöf. Elísabet lauk BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA gráðu í Mannauðsstjórnun frá EADA Business School í Barcelona árið 2007.

Guðmund­ur Óskars­son, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Guðmundur hef­ur verið fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Icelanda­ir frá því í mars á árið 2017. Hann kom til Icelanda­ir frá Flug­fé­lagi Íslands þar sem hann hafði stýrt markaðs- og sölu­mál­um frá árinu 2016. Guðmund­ur starfaði hjá Icelanda­ir frá ár­inu 2004, lengst af sem for­stöðumaður markaðsmá­la og viðskiptaþró­un­ar til hausts­ins 2016. Þar áður var hann markaðsstjóri Icelanda­ir fyr­ir ann­ars veg­ar Mið-Evr­ópu og hins veg­ar Skandi­nav­íu í tvö ár hvort. Hann var innkaupa- og markaðsstjóri Vatnsvirkjans/Tækjatækni frá 2002-2003.  Guðmundur situr í stjórn LAVA á Hvolsvelli. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum og ráðum í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár. Hann er með BS- og BA-gráður í viðskipta­fræði og alþjóðasam­skipt­um frá Penn­sylvan­ía State-há­skól­an­um og diplóma­gráðu frá Uni­versität Leipzig í Þýskalandi.

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Gunnar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair Cargo árið 2008. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair frá 2005-2008 og svæðisstjóri Icelandair í Þýskalandi, Hollandi og Mið-Evrópu frá 2001-2005.  Gunnar Már var sölustjóri Icelandair í Þýskalandi frá árinu 1997 til 2000.  Hann var sölu og markaðstjóri Flugleiða Innanlands til ársins 1997, en gegndi ýmsum störfum hjá því félagi frá árinu 1986.  Gunnar Már er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Jens Bjarnason hóf störf í verkfræðideild Icelandair árið 1984. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar en var flugrekstrarstjóri Icelandair í áratug á árunum 1996 til 2005 og síðar framkvæmdastjóri ITS, tækniþjónustu Icelandair, frá 2005 til 2011. Á árunum 2011 til 2015 veitti hann forstöðu rekstrardeild alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA, í Montreal í Kanada. Sú deild annast málefni sem varða alþjóðlegan flug-, tækni- og stöðvarekstur flugfélaga. Jens er með PhD gráðu í verkfræði frá Northwestern University í Bandaríkjunum.

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Jens hefur verið framkvæmdastjóri tæknisviðs frá því í október 2011. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 2006, fyrst sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá ITS, dótturfélagi Icelandair. Hann var eftir það forstöðumaður fjármála og rekstrar á tæknisviði Icelandair frá 2007-2010 en þá tók hann við starfi sem forstöðumaður varahluta- og innkaupadeildar. Jens er iðnaðarverkfræðingur, lauk M.Sc. vorið 2007 frá Háskóla Íslands.