Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til 35 áfangastaða  í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1300 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum.

Félagið byggir á árangursdrifnum starfsmönnum sem eru vel upplýstir, vel þjálfaðir, sýna frumkvæði og eru hluti af einni heild. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi.  Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.

Hjá Icelandair starfar úrvalshópur með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum.

Icelandair hefur markað stefnu í umhverfismálum. Höfuðmarkmið með sérstakri umhverfisstefnu er að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi Icelandair og taka upp vinnubrögð sem stuðla að sjálfbærni með því að nýta eins vel og kostur er þær auðlindir sem félagið hefur yfir að ráða.

Starfsmaður í áhafnavakt

Icelandair óskar eftir starfsmanni í áhafnavakt á Keflavíkurflugvelli sem hefur áhuga á krefjandi starfi í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.
 
Starfssvið:
Dagleg áhafnavakt
Tengiliður milli áhafna og flugdeildar
Fylgjast með og uppfæra vinnuskrá áhafna
Samskipti við áhafnahótel og áhafnir á erlendri grundu
Halda utan um áætlunar- og leiguflugsskrá áhafna
Samskipti við viðskiptavini flugdeildar auk annarra verkefna.
 
Hæfniskröfur:
Góð menntun/reynsla sem nýtist í starfi
Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem hluti af starfinu fer fram á ensku
Góð tölvufærni
Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og góð samstarfshæfni
 
Við leitum að liðsmanni til framtíðarstarfa með framúrskarandi samskiptahæfileika og markvissan áhuga á að ná góðum árangri í starfi.
Hér er um vaktavinnu að ræða. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.  
 
Nánari upplýsingar veita:
Álfheiður Sívertsen, netfang: alfheidur@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir, netfang: starf@icelandair.is
 
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 30. júní 2017.

Sækja um starf

Vörumerkjastjóri

Icelandair leitar að öflugum liðsmanni í starf vörumerkjastjóra í markaðasdeild á sölu- og markaðssviði.
 
Hlutverk starfsmannsins er að fylgjast með markaðsþróun og hafa umsjón með auglýsinga- og markaðsstarfi og tryggja að rétt skilaboð fyrir vöru og þjónustu bæði á heimamarkaði og erlendis. Starfsmaður vinnur náið með stjórnendum í stanslausri þróun, stjórnun og markaðseftirliti ásamt því að tryggja tímanleg skil á markaðsefni. Starfið er viðamikið og kallar á sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Starfsmaður þarf að vera tilbúinn að ferðast.
 
Starfssvið:
- Styðja við vörumerkið Icelandair, staðsetningu þess og loforð, útlit og almennt markmið vörumerkisins
- Auka skilning og skipulag í kringum vörumerkið, framtíðarsýn, stöðu og söluaðferðir innan fyrirtækisins
- Greina neytendaþróun og hafa áhrif á skilning neytenda og innsæi
- Þróa og innleiða markaðssetningu, áætlanir og markaðsplön fyrir Icelandair vörumerkin í samvinnu við yfirstjórn
- Styrking og kynning á staðsetningu vörumerkja Icelandair (Refreshing Icelandic Travel Experience)
- Þróa og hafa umsjón með vörumerkjastöðlum Icelandair
- Halda utan um og stýra vörumerkjaskráningum á heima- og alþjóðamarkaði
- Hafa umsjón með ýmsum almennum markaðsverkefnum
- Vinna við mótun alþjóðlegra herferða
- Skipuleggja og hafa heildaryfirsýn yfir markaðsplön og fjárhagsáætlanir
 
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í alþjóðaviðskiptafræði / markaðsfræði eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun er æskileg
- Færni í neytendahegðun og skilningur á vörumerkjavirði
- Þekking á markaðsmálum, fjármálum og rekstri
- Eiga auðvelt með samskipti, sölustörf og kynningar fyrir hópa
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta. Önnur tungumál kostur
- Góð tæknikunnátta og vilji til að auka þekkingu sína
- Mjög góð greiningarhæfni sem og gott auga fyrir smáatriðum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, sveigjanleiki, gott skipulag og hæfni í tímastjórnun er nauðsynleg
 
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum og vill vinna sem hluti af öflugri liðsheild. Við bjóðum gott starfsumhverfi í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.
 
Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað nú þegar.
 
Nánari upplýsingar veita:
Pétur Ómar Ágústsson: poa@icelandair.is
Jón Skafti Kristjánsson: nonni@icelandair.is
 
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en mánudaginn 26. júní 2017.

Sækja um starf

Markaðstengill - (Ísland/Evrópa)

Icelandair leitar að markaðstengli til að ganga til liðs við markaðs- og samskiptadeild fyrirtækisins í Reykjavík. Markaðstengill fyrir Ísland og Evrópu hefur umsjón með og samhæfir samskipti markaðs- og samskiptadeild Icelandair við fjölmiðla á Íslandi og í Evrópu. Gerð er krafa um afburða íslenskukunnáttu fyrir þessa stöðu og verið er að leita að einstaklingum sem hafa íslensku að móðurmáli. Að auki þarf einstaklingurinn að hafa sérstaklega gott vald á ensku.
 
Starfssvið:
- Undirbúningur, þróun og innleiðing samskiptaáætlana
- Samskipti við samstarfsfólk og helstu málsvara
- Upplýsingagjöf við fjölmiðla, einstaklinga og aðrar stofnanir og svör við fyrirspurnum þeirra
- Undirbúningur, ritun og dreifing fréttatilkynninga til ákveðinna fjölmiðla
- Söfnun og greining á fjölmiðlaumfjöllun
- Ritun og ritstjórn á miðlum innan fyrirtækisins, tilviksrannsóknum, ræðum og greinum
- Undirbúningur og umsjón með framleiðslu á kynningar- og margmiðlunarefni
- Skipulagning viðburða eins og blaðamannafunda, sýninga og blaða- og fréttamannaferða
- Umsjón með frétta- og upplýsingatengdu efni á vefsíðu Icelandair
- Hlúa að almannatengslum og samræðu við samfélagið með þátttöku í samfélagslegum viðburðum
- Halda utan um markaðstengsl og upplýsingagjöf
 
Hæfniskröfur:
- Meira en 2 ára reynsla af samskiptum við fjölmiðla- og almannatengslum
- Sérfræðiþekking á almannatengslum
- Fullkomið vald á íslensku í ræðu og riti, lestri og ritstjórn - önnur Evrópumál eru kostur
- Ástríða fyrir ferðalögum og ferðamennsku
- Afburða samskiptahæfni á ensku
- Háskólagráða sem nýtist í starfi (BA eða hærra)
- Vilji og geta til að ferðast vegna starfsins, innanlands og utan
 
Icelandair hefur verið leiðandi flugfélag á Íslandi frá árinu 1937 og býður flugferðir frá Keflavík til 18 áfangastaða í Norður-Ameríku og yfir 25 áfangastaða í Skandinavíu, Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Icelandair er eina flugfélagð sem býður farþegum þann kost að nýta sér Icelandair Stopover í allt að sjö nætur. Skrifstofur Icelandair eru staðsettar í Reykjavík þar sem starfsemi Sölu- og markaðssviðs fer fram.
 
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum og vill vinna sem hluti af öflugri liðsheild. Við bjóðum gott starfsumhverfi í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.
 
Nánari upplýsingar veita:
Pétur Ómar Ágústsson, netfang: poa@icelandair.is
Jón Skafti Kristjánsson: nonni@icelandair.is
 
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en mánudaginn 26. júní 2017.

 

Sækja um starf

Flugmenn / Pilots 2018

English version here
 
Næstu inntökupróf verða haldin 5-9 júní 2017. Next assessment wil take place 5th -9 th june 2017.


ICELANDAIR ÓSKAR EFTIR FLUGMÖNNUM TIL STARFA 2018
 
Icelandair óskar eftir að ráða flugmenn til starfa. Í boði er áhugavert og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæða ¬vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
Umsækjendur þurfa að hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun og hafa lokið bóklegu námi til réttinda atvinnuflugmanns 1. flokks (ATPL) og námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC).
Atvinnuflugmannsskírteini umsækjanda skal hafa verið gefið út af Samgöngustofu eða sambærilegri stofnun í öðru aðildarríki Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA).
Krafa er um 300 flugtíma að lágmarki, þar af 100 flugtíma reynslu sem flug¬stjóri. Umsækjendur með færri en 500 flugtíma þurfa að hafa lokið Jet Orientation Course (JOC).
Vegna fyrirsjáanlegra árstíðabundinna sveifla í umsvifum Icelandair er gert ráð fyrir að nýir flugmenn hefji störf vorið 2018 og starfi til hausts 2018.
Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi.
 
Með umsókn þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:
Afrit af gildu atvinnuflugmannsskírteini ásamt áritunum
Afrit af gildri blindflugsáritun á fjölhreyfla flugvél
Afrit af gildu heilbrigðisvottorði
Afrit af gildu vegabréfi
Afrit af MCC skírteini
Afrit af JOC skírteini
Afrit af prófskírteinum ásamt einkunnum fyrir allt bóklegt flugnám
Afrit af stúdentsskírteini eða sambærilegum prófskírteinum ásamt einkunnum
Afrit af síðustu 100 fartímum í flugdagbók
Nýtt sakavottorð (ekki eldra en 30 daga)

Á umsókn skal vera sundurliðun flugtíma sem hér segir:
Heildarfartími
Fartími sem kennari
Fartími í blindflugi
Fartími sem flugstjóri
Fartími á fjölhreyfla flugvél
Fartími á fjölstjórnarflugvél (MPA)
Fartími á þotu og skrúfuþotu
 
Umsóknarfrestur:
Opið er fyrir umsóknir.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef félagsins: www.icelandair.is/umsokn
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
 
Icelandair áskilur sér rétt til þess að endurkrefja umsækjanda um kostnað vegna þjálfunar hans ef ráðningarsambandi lýkur innan 36 almanaksmánaða frá ráðningu.
 
Fyrirspurnum svara:
Margrét Þórarinsdóttir, mannauðsstjóri áhafna I mth@icelandair.is
Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri I hba@icelandair.is
Þ. Haukur Reynisson, yfirflugstjóri I thr.crew@icelandair.is

Sækja um starf

Almenn umsókn

Haldið er utan um allar umsóknir í umsóknarkerfi félagsins og er því nauðsynlegt að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins vel og kostur er.  Mælt er með því að viðkomandi setji einnig inn ferilskrá sem viðhengi.  Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið.

Umsóknir  eru geymdar í 6 mánuði, en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósi umsækjandi að umsókn verði eytt innan þess tíma skal senda tölvupóst á starf@icelandair.is

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. 

 

Almenn umsókn

Almenn umsókn - Tækniþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast viðhald flugvéla Icelandair og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri.
Tækniþjónustan býður upp á krefjandi verkefni hérlendis og erlendis. Hagsmunir viðskiptavina eru hafðir að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá tækniþjónustunni starfa 300 starfsmenn.
Fyrirspurnum er svarað í síma 425 0100

Sækja um starf