Flugflotinn

Flugflotinn

Lega Íslands, mitt á milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku, er lykillinn að leiðakerfi Icelandair með miðpunkti allra áætlunarflugleiða á Íslandi og tengiflugi þaðan til áfangastaða í austri og vestri. Afkasta­miklar og hagkvæmar Boeing flugvélar henta framúrskarandi vel í þessu leiðakerfi.

Í flugflotanum eru:

2017

25 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

4 Boeing 767-300

2016

25 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2 Boeing 767-300

2015

23 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2014

20 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2013

17 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2012

15 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2011

13 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2010

11 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2009

10 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

2008

10 Boeing 757-200

1 Boeing 757-300

Boeing 757-200

Boeing 757 er meðalstór, tveggja hreyfla flugvél með einum gangi á milli sætaraða sem hentar vel á stuttum og meðallöngum flugleiðum. Langflestar vélar í flota Icelandair eru af gerðinni 757-200 og nú eru 25 slíkar vélar í notkun hjá félaginu.

757-200

Boeing 757-300

Boeing 757-300 er lengd útgáfa af 757-200 gerðinni. Hún er tveggja hreyfla með einum gangi á milli sætaraða eins og 757-200, en bolurinn hefur verið lengdur framan og aftan við vængina.

757-300

Boeing 767-300 ER

Vorið 2016 bætti Icelandair tveimur Boeing 767-300 vélum við flug-flotann. Þessar vélar eru stærri en 757-vélarnar, þær rúma fleiri farþega og hafa meiri flugdrægni og henta því eins og best verður á kosið á löngum flugleiðum án millilendingar.

767-300 ER

Boeing 737 MAX

Í febrúar árið 2013 lagði Icelandair Group lokahönd á samninga um pöntun á sextán Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvélum jafnframt því sem samið var um kauprétt á átta vélum til viðbótar. Vélarnar munu bætast við flugflota Icelandair á árunum 2018-2021, en í dag samanstendur hann af 757 og 767-vélum. Gert er ráð fyrir fyrsta 737 MAX-vélin verði afhent snemma árs 2018.

737 MAX

Flugdrægni flugflotans

Boeing flugvélar Icelandair henta frábærlega vel til flugs til meira en 40 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Flugdrægni einstakra gerða er mismikil en mesta flugdrægni hafa 767 vélarnar.

Sjáðu Heklu Auroru

Flugvélin Hekla Aurora er prýdd fallegu landslagi í vetrarbúningi og flýgur með norðurljósin yfir Atlantshaf. Hún er ekki aðeins glæsileg á ytra byrðinu heldur lýst upp innan frá með led-lýsingu þar sem líkt er eftir hrífandi litbrigðum norðurljósa.
Þessi viðhafnarbúningur á vélinni er hluti af Stopover markaðsherferð Icelandair þar sem farþegum á leið yfir Atlantshaf, milli Evrópu og Norður-Ameríku, gefst kostur á að hafa viðdvöl á Íslandi í allt að 7 nætur án þess að greiða viðbótarfargjald og njóta þess sem er í boði á Íslandi.

Líttu við á Hekla Aurora-vefsíðunni.
  • Fljúgðu vel

    Þegar þú flýgur með Icelandair er margt og mikið innifalið í fargjaldinu þínu.