Boeing 757-300

Boeing 757-300

Boeing 757-300 er lengd útgáfa af 757-200 gerðinni. Hún er tveggja hreyfla með einum gangi á milli sætaraða eins og 757-200, en bolurinn hefur verið lengdur framan og aftan við vængina.

Almennar upplýsingar

757-300 er 54,4 m á lengd, frá nefi aftur á stélbrodd, og er lengsta tveggja hreyfla flugvélin með einum gangi á milli sætaraða sem smíðuð hefur verið. Eins og í öðrum gerðum af 757-vélum er tveggja manna stjórnklefi með upplýsingaskjám í 757-300 og vélin er með væng sem er sérstaklega hannaður til að draga úr loftviðnámi. 757-300 gerðin var hönnuð sem fýsilegur kostur í staðinn fyrir 767-200 sem er allnokkru dýrari. Hún rúmar meira en 200 farþega og er hagkvæm í rekstri.

Vélarnar okkar

Í 757-300 vélum Icelandair eru sæti fyrir 222 farþega og er hver sætaröð skipuð 3-3 sætum á Economy Class, 3-3 sætum á Economy Comfort, en miðjusætið yfirleitt frátekið, og 2-2 sætum á Saga Class. Flughraðinn er 876 km/klst. sem þýðir að hún er jafn hraðfleyg og styttri útgáfa hennar. Auk afþreyingarkerfisins bjóðast farþegum Icelandair ókeypis drykkir og gott rými fyrir fætur á milli sætaraða.

Boeing 757-300 - tækniupplýsingar

Sætafjöldi: 222

Lengd: 54,4 m (178’5”)

Vænghaf: 38,1 m (125’)

Flughraði: 876 km/klst. (544 m/klst.)

Mesta mögulega drægni: 5.100 km (3.200 mílur)

Mesti þungi við flugtak: 123.830 kg (273.000 lbs)

Vél: (tvær) RB211-535E4-B

Boeing 757-300 - sætakort og sætaupplýsingar

Saga Class

 Sætabil: Minnst 101 cm (40') -‘” Mest 106 cm (42'‘”)

Sætisbreidd: Almennt sæti: 52 cm (20,5'‘)

Breidd sætisbaks: 65,8 cm (25,9”'‘)

Economy Comfort

 Sætabil: 33'‘

Sætisbreidd: Almennt sæti: 43 cm (17')‘

Breidd sætisbaks: 44 cm (17,4')‘

Economy Class

 Sætabil: 31"-32"

Sætisbreidd: Almennt sæti: 43 cm (17')‘

Breidd sætisbaks: 44 cm (17,4')‘

  • Þráðlaust Wi-Fi
  • LED-lýsing
  • Afþreyingarkerfi
  • USB tengi
  • Raftenglar

Boeing 757-300 vélar í flugflotanum okkar

Hengill

[HEN-gitl]
Power options onboardUSB onboardLED lightning onboardIn-flight Entertainment onboardWi-Fi onboard

Boeing 757-300 TF-FIX

Hengill, í grennd við höfuðborgarsvæðið, er 100 km langt og um 15 km breitt eldstöðvakerfi og telst vera eina megineldstöðin á Reykjanesskaga. Talið er að þar hafi gosið síðast fyrir 1900 árum. Hellisheiðarvirkjun, jarðvarmavirkjun sem sem var tekin í notkun 1. október 2006, er á sunnanverðu Hengilssvæðinu.