Picture above

Icelandair er stoltur styrktaraðili margra viðburða og verkefna víðs vegar um heiminn. Hjá félaginu er starfrækt styrktarnefnd sem fer yfir allar umsóknir sem berast.

Til að stuðla að því að allar umsóknir hljóti sanngjarna afgreiðslu þá fer styrktarnefndin aðeins yfir þær umsóknir sem berast í gegnum formið á vefsíðu okkar. Beiðnir sem berast með tölvupósti, símtölum, bréfpósti eða munnlega eru ekki teknar fyrir af nefndinni.

Icelandair hefur skýra stefnu í styrktarmálum. Vinsamlegast kynnið ykkur styrktarmöguleikana vel. Þannig fáið þið allar þær upplýsingar um þær lágmarkskröfur sem Icelandair gerir til styrkumsókna og hvað hægt er að gera til þess að auka líkurnar á á vali.

Ef þín hugmynd fellur ekki innan þessa ramma þá eru ekki miklar líkur á því að Icelandair geti styrkt þitt verkefni. En við tökum öllum hugmyndum um styrktarverkefni með opnum huga. Stjórn sjóðsins hittist á 4-5 vikna fresti og fer yfir þær umsóknir sem hafa borist frá síðasta fundi.

Vegna fjölda umsókna er okkur ómögulegt að svara þeim öllum. Þannig verður einungis þeim umsóknum svarað sem við ákveðum að styðja. Ef þú hefur ekki fengið svar við þinni umsókn innan 5 vikna verður þú að líta svo á að umsókn þinni hafi verið hafnað.

Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um með góðum fyrirvara. Hjá jafn stóru félagi og Icelandair er langtímaskipulagning óhjákvæmileg og hluti af faglegum vinnubrögðum. Umsóknum sem berast með skömmum fyrirvara, sem dæmi: nokkurra daga eða vikna, er því nánast ómögulegt að verða við. Við biðjum umsækjendur að sýna því skilning og skila umsóknum inn tímanlega. Við getum ekki veitt upplýsingar um stöðu ákveðinna umsókna utan þess tímaramma sem að ofan er gefinn.

Icelandair getur ekki styrkt málefni eða viðburði sem tengjast áfengi, tóbaki, pólitík eða trúmálum.

Icelandair tekur ekki ábyrgð á þeim breytingum sem geta orðið á fargjaldi hjá umsækjanda á meðan á umsóknarferli stendur.

Icelandair er stolt af því að styðja og styrkja alþjóðlegt íþróttalíf með sinni starfsemi. Hér að neðan er sýnishorn af því fjölbreytta íþróttalífi sem Icelandair hefur stutt í gegnum tíðina með einum eða öðrum hætti.

  • Íþrótta – og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)
  • Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)
  • Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)
  • Golfsamband Íslands (GSÍ)
  • Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF)
  • Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)

Icelandair styrkir ekki einstaka íþróttamenn né einstök íþróttafélög heldur vonast til að ná til sem flestra með stuðning sinn við ofangreind sérsambönd.  

Stuðningur Icelandair við tónlist felst í því að því að flytja íslenska listamenn á erlenda grund og jafnframt að gera erlendum tónlistarunnendum kleift að koma til Íslands og upplifa hér tónleika og tónlistarhátíðir. Í því augnamiði styrkir Icelandair Músiktilraunir, Iceland Airwaves og Reykjavík Loftbrú.

Músíktilraunir

Við hjá Icelandair erum stolt af að veita ungu og hæfileikaríku tón­listarfólki stuðning gegnum Músíktilraunir. Músíktilraunir er tónlistarviðburður þar sem unga fólkið kemur fram í fyrsta skipti opinberlega og fær tækifæri til að standa í sviðsljósinu og leika tónlist.

Icelandair verðlaunar þá sem vinna á Músík­tilraunum með því gefa þeim færi á að leika á hinni árlegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves.

Iceland Airwaves

Icelandair stofnaði til tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og er aðalstyrkt­araðili hátíðarinnar, tónlistarviðburðar sem efnt var til fyrsta skipti árið 1999 og hafði þá að megintilgangi að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir fulltrúum erlendra hljómplötuútgefenda. Síðan þá hefur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves vaxið að umfangi, blómstr­að og dafnað og er nú gildur þáttur í menningarlífi Reykjavíkur þar sem meira 150 tónlistarmenn koma fram á ýmsum stöðum í borginni. Vinnan og fyrirhöfnin, sem farið hafa í undirbúning og framkvæmd við þessa tón­listahátíð, hafa borið góðan ávöxt og nú hafa margir íslenskir tónlist­armenn öðlast viðurkenningu á alþjóða­vettvangi.

Reykjavík Loftbrú

Icelandair styður framsækið íslenskt tónlistarfólk sem vill hasla sér völl erlendis í samstarfi við Reykjavíkurborg og íslenskt tónlistarfólk í verkefninu Reykjavík Loftbrú.

Umsókn þarf að berast fyrir síðasta dag hvers mánaðar og má brottför ekki vera innan 4 vikna frá þeirri dagsetningu. Ekki er veitt úr sjóði Loftbrúar í júlímánuði.

Hægt er að sækja um Reykjavík Loftbrú á vefsíðu Útón.

Skilmála fyrir Reykjavík Loftbrú má lesa hér.

 

Vildarbörn

Hjá Icelandair er ekki litið á góðgerðarmál sem “enn eitt verkefnið” á vegum fyrirtækisins. Líklega væri það bæði auðveldara og fljótlegra ef góðgerðarmál fyrirtækisins væru bara bein framlög af reikningi fyrirtækisins. En góðgerðarmál eru hjartans mál hverjum starfsmanni Icelandair og með virkri þátttöku alls starfsfólks fyrirtækisins í þessari vinnu, skilar hún á endanum meiru til þeirra sem þiggja styrki og þeirra sem leggja sitt af mörkum. 

Í hverju einasta flugi gefur áhöfnin sér tíma frá hefðbundnu annasömu starfi, til þess að kynna Vildarbarna-verkefnið sérstaklega og safna smámynt frá gjafmildum farþegum. Hér gildir hið fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Inneign sjóðsins vex reglubundið vegna þessara vinnu. Starfsfólk Icelandair er stolt af þeirri vinnu sem felst í starfsemi Vildarbarna. Sumir starfsmenn hafa jafnvel sagt að þeir hafi ekki valið málefnið heldur hafi málefnið valið þau. 
 
Tvisvar á ári velur stjórn Vildarbarna úr hópi umsækjanda. Oft þarf að gera sérstakar ráðstafanir vegna ferðalaga langveikra barna og þá kemur sér vel að áhafnir Icelandair er jákvætt fólk sem kappkostar að flugið verði sem þægilegast. Frá stofnun sjóðsins, árið 2003, hafa meira en eitt þúsund manns, fjölskyldur langveikra barna, geta nýtt sér boð sjóðsins og ferðast til sinna draumaáfangastaða. Fjölskyldur frá Íslandi hafa oftar en ekki farið í langþráð frí til Florida og þess eru dæmi að fjölskyldur frá Boston hafi komið í ævintýraferðalag til Íslands. Þær minningar sem fjölskyldurnar skapa saman á slíkum ferðum verða einfaldlega ekki metnar til fjár.

Icelandair styrkir Vildarbörn. Hér getur þú kynnt þér ferðasjóð Vildarbarna.

Icelandair hefur skýra stefnu í styrktarmálum. Vinsamlegast kynnið ykkur styrktarmöguleikana vel. Þannig fáið þið allar þær upplýsingar um þær lágmarkskröfur sem Icelandair gerir til styrkþega og hvað hægt er að gera til þess að auka líkurnar á á vali.
Ef þín hugmynd fellur ekki innan þessa ramma þá eru ekki miklar líkur á því að Icelandair geti styrkt þitt verkefni. En við tökum öllum hugmyndum um styrktarverkefni með opnum huga. Stjórn sjóðsins hittist á 4-5 vikna fresti og fer yfir þær umsóknir sem hafa borist frá síðasta fundi. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um með góðum fyrirvara. Hjá jafn stóru félagi og Icelandair er langtímaskipulagning óhjákvæmileg og hluti af faglegum vinnubrögðum. Umsóknum sem berast með skömmum fyrirvara, sem dæmi: nokkurra daga eða vikna, er því nánast ómögulegt að verða við. Við biðjum umsækjendur að sýna því skilning og skila umsóknum inn tímanlega.

Munið að setja skýrt fram grunnatriði umsóknarinnar: Hvað, hvenær og hvar. Hver er hópurinn sem á að ná til? Hversu margir munu sjá skilaboðin? Hvers æskirðu af Icelandair? Eru aðrir styrktaraðilar í myndinni? Hvers vegna velur þú að leita til Icelandair? Hvers vegna ætti Icelandair að styrkja málefnið? (Gott að hafa í huga það sem þegar hefur komið fram um stefnu félagsins í styrktarmálum). Hver er tengiliður vegna umsóknarinnar?

Þegar Icelandair leggur málefnum lið ætlumst við til þess að það komi ávallt skýrt fram þegar málefnið er kynnt opinberlega  auk þess upplýsingar um félagið og/eða einstaka þjónustu þess fylgi með.
Icelandair getur ekki styrkt málefni eða viðburði sem tengjast áfengi, tóbaki, pólitík eða trúmálum.

Við reynum að svara öllum beiðnum innan 5 vikna, ef svar hefur ekki borist við beiðni innan þess tíma verður að líta á það sem synjun. Athugið ekki er hægt að svara beiðnum utan þessara tímamarka.

Icelandair hefur skýra stefnu í styrktarmálum. Vinsamlegast kynnið ykkur styrktarmöguleikana vel. Þannig fáið þið allar þær upplýsingar um þær lágmarkskröfur sem Icelandair gerir til styrkþega og hvað hægt er að gera til þess að auka líkurnar á á vali. Hægt er að kynna sér styrktarstefnu Icelandair á flipunum hér til hlíðar. 

Ef þín hugmynd fellur ekki innan þessa ramma þá eru ekki miklar líkur á því að Icelandair geti styrkt þitt verkefni.

Stjórn sjóðsins hittist á 4-5 vikna fresti og fer yfir þær umsóknir sem hafa borist frá síðasta fundi. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um með góðum fyrirvara. Hjá jafn stóru félagi og Icelandair er langtímaskipulagning óhjákvæmileg og hluti af faglegum vinnubrögðum. Umsóknum sem berast með skömmum fyrirvara, sem dæmi: nokkurra daga eða vikna, er því nánast ómögulegt að verða við. Við biðjum umsækjendur að sýna því skilning og skila umsóknum inn tímanlega.

Við reynum að svara öllum beiðnum innan 5 vikna, ef svar hefur ekki borist við beiðni innan þess tíma verður að líta á það sem synjun.  Athugið ekki er hægt að svara beiðnum utan þessara tímamarka.  Icelandair ber ekki ábyrgð á fargjaldabreytingum sem kunna að verða á þeim tíma sem umsækjandi biður eftir svari frá styrktarnefndinni"

Icelandair getur ekki styrkt málefni eða viðburði sem tengjast áfengi, tóbaki, pólitík eða trúmálum.

Styrktarbeiðnir
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt Komið er yfir hámarksfjölda stafa
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt
Svæðið er óútfyllt

Vegna fjölda umsókna sem berast Icelandair, þá gefst ekki færi á að svara þeim öllum. Ef svar berst ekki innan 5 vikna þá hefur beiðni þinni verið hafnað. Vinsamlegast athugið, Icelandair ber ekki ábyrgð á fargjaldahækkunum eða öðrum verðbreytingum sem kunna að verða á meðan umsækjandi bíður svars.