Hér að neðan er að finna mikilvæg atriði sem tengjast tollgæslu og innflytjendaeftirliti.

Skilyrði í ferðum bandarískra ríkisborgara til Evrópulanda innan Schengen-svæðisins í almennum ferðum eða viðskiptaferðum:

 • Bandarískt eða Kanadískt vegabréf - sem gildir í a.m.k. þrjá mánuði umfram áætlaðan dvalartíma.
 • Farmiði og ferðaskjöl fyrir ferð til baka eða áframhaldandi ferða.
 • Ekki er þörf á vegabréfsáritun vegna dvalar í allt að þrjá mánuði (hámarkslengd uppsafnaðrar dvalar á sex mánaða tímabili í öllum Schengen-ríkjum er þrír mánuðir).
 • Ekki er þörf á bólusetningu.

Schengen samstarfið inniheldur 26 ríki. Öll ríki Evrópusambandsins eru meðlimir í Schengen fyrir utan, Stóra-Bretland, Írland, Rúmenía, Króatía og Búlgaría. EFTA ríkin, Ísland, Sviss og Noregur eru einnig þáttakendur í Schengen samstarfinu.

Skilyrði í ferðum bandarískra ríkisborgara til Evrópulanda utan Schengen-svæðisins í almennum ferðum eða viðskiptaferðum

 • Bandarískt eða Kanadískt vegabréf - sem gildir í a.m.k. þrjá mánuði umfram áætlaðan dvalartíma.
 • Farmiði og ferðaskjöl fyrir ferð til baka eða áframhaldandi ferða.
 • Ekki er þörf á áritun vegna dvalar í allt að sex mánuði.
 • Ekki er þörf á bólusetningu.

Þeir sem hyggjast starfa eða stunda nám í Evrópu ættu að hafa samband við næsta sendiráð eða ræðismannsskrifstofu.

Skilyrði í ferðum þeirra sem ferðast til Bandaríkjanna en hyggjast ekki flytja þangað.

Almennar ferðir eða viðskiptaferðir

 • Vegabréf auk gildrar áritunar / sem gildir í a.m.k. sex mánuði umfram áætlaðan dvalartíma
 • Ekki er þörf á bólusetningu.

Ekki er krafist áritunar ef ferðast er skv. undanþágum frá vegabréfsáritun (Visa Waiver Program) og eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

 • að frá og með 26. október 2004 framvísi ferðamenn tölvulesanlegu vegabréfi (MRP)
 • að eingöngu sé um að ræða skemmti- eða viðskiptaferð
 • að farþegi sé ekki innflytjandi
 • að farþegi dvelji í allt að 90 daga eða skemur
 • að farþegi uppfylli öll skilyrði fyrir undanþágu frá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (U.S. Visa Waiver Program)
 • að farþegi sé með miða fyrir ferð til baka eða áframhaldandi ferð.

Nánari upplýsingar má fá á vef bandarískra tollyfirvalda.