Nýtt og glæsilegt Saga Lounge opnar nú í vor á nýjum stað á efstu hæð flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en þar mun fara saman falleg norræn hönnun innblásin af íslenskri náttúru og menningu, ljúffengur matur, þægindi, notalegheit og frábært útsýni alla leið til Snæfellsjökuls.

Meðan framkvæmdir standa yfir, eða frá 15. janúar 2017, verður Saga Lounge tímabundið á öðrum stað. Á meðfylgjandi korti má sjá hvar setustofan verður staðsett á meðan framkvæmdur stendur. Við biðjumst velvirðingar á raskinu en hlökkum jafnframt mikið til að geta boðið farþegum okkar til einstrakrar stofu á nýjum stað.

Smelltu hér fyrir reglur um aðgang í Saga Lounge í Keflavík.

Temporary location of Saga Lounge