Setustofa með útsýni

Njóttu þess að slaka á í Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli. Stílhrein hönnun betri stofu Icelandair er innblásin af tærri, íslenskri náttúru og hlýlegri gestrisni Íslendinga. Vertu eins og heima hjá þér – við tökum vel á móti þér.

Stórbrotið útsýni er úr Saga Lounge yfir Reykjanes, Faxaflóa og allt vestur til Snæfellsjökuls á heiðskírum degi.

Í Saga Lounge bjóðum við upp á úrval gómsætra rétta, notalegan arin til að hreiðra um sig við og þægilega legubekki þar sem er hægt að næla sér í ljúfan lúr. Mættu snemma í flugið. Þín bíða gæðastundir í Saga Lounge.

Kynntu þér reglur um aðgang í Saga Lounge í Keflavík.

Staðsetning

Efsta hæð Keflavíkurflugvallar á milli hliðs A og hliðs C.

  • 1350 m2 af þægindum og munaði
  • Stílhrein, norræn hönnun
  • Gómsætar máltíðir
  • Stórbrotið útsýni
  • Þægilegir legubekkir
  • Notalegur arineldur
  • Sturtur (sápa og handklæði á staðnum)
  • Þráðlaust net án endurgjalds
  • Skiptiaðstaða
  • Barnahorn

Endurnærandi dvöl

Saga Lounge er sannkölluð vin á flugvellinum, upplagður staður til að hvílast á og endurnærast. Hvort sem það er hressandi sturta, næringarrík máltíð eða næði sem þú þarft þá er setustofa Icelandair rétti staðurinn.