Icelandair hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á náttúru og menningu Íslands í þjónustu og ímynd fyrirtækisins. Breytingar á „Saga Lounge“ taka mið af því og innréttingar og skreytingar vísa til sterkra íslenskra róta Icelandair um leið þær endurspegla þá áherslu sem Icelandair leggur á að kynna Ísland sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn.

Eggert Ketilsson og Stígur Steinþórsson, leikmyndahönnuðir, höfðu umsjón með breytingum í nýrri Saga Lounge. Þar er m.a. arinn úr stuðlabergi, varða úr grjóti, sem Eggert valdi sérstaklega, fossar á veggjum ásamt myndum af Íslendingum eftir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara.

Auk breytinga á umhverfi í „Saga Lounge“ er boðið þar upp á ýmsar nýjungar í veitingum og þjónustu. Einnig verður 75 ára sögu Icelandair gert hátt undir höfði með ljósmyndum og skreytingum.

Smelltu hér fyrir reglur um aðgang í Saga Lounge í Keflavík.